fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Hjó hendurnar af manni sem misnotaði sjö mánaða gamla stúlku

Lögreglan leitar að föður sem hjó hendur af barnaníðingi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. apríl 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Indlandi leitar nú föður sem hjó hendurnar af sautján ára gömlu pilti. Forsagan málsins er sú að pilturinn játaði fyrir dómi að hafa nauðgað sjö mánaða gamalli dóttur mannsins.

Að því er kemur fram í breska blaðinu The Mirror þá gaf faðirinn til kynna í réttarhöldunum að hann væri tilbúinn til þess að fyrirgefa piltinum sem hugðist greiða honum miskabætur.

Piltinum var því næst sleppt lausum og bauðst faðirinn til þess að gefa honum far í heimabæinn þar sem þeir báðir bjuggu.

Á miðri leið stöðvar faðirinn þó vélhjólið og yfirbugar piltinn. Hann batt hann við tré og hjó af honum hendurnar. Faðirinn hélt svo ferð sinni áfram og skyldi piltinn eftir alvarlega slasaðan.

Íbúar í nágrenninu urðu varir við öskrin í piltinum og komu honum til aðstoðar. Þeir hringdu á sjúkrabíl og var hann fluttur með hraði á spítala.

Hann er þungt haldin að því er fram kemur í umfjöllun The Mirror. Eins og fyrr segir þá hefur faðirinn ekki verið handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar