fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Stefnir í bann við notkun búrkna og niqab í Danmörku? Mikill stuðningur við slíkt bann meðal þingmanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. október 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fundar þingflokkur Venstre, stærsta ríkisstjórnarflokksins í Danmörku, um hvort flokkurinn muni styðja frumvarp við bann við notkun búrkna og niqab í Danmörku. Venstre er undir þrýstingi frá Danska þjóðarflokknum um að samþykkja slíkt bann. Þjóðarflokkurinn tryggir ríkisstjórninni meirihluta með stuðningi við hana en á ekki aðild að henni og er því oft á tíðum í áhrifastöðu hvað varðar hin ýmsu mál.

Þjóðarflokkurinn lagði á miðvikudaginn fram tillögu um að bannað verði að bera búrkur og niqab á almannafæri. Tillagan er þó víðtækari en það þar sem ekki er hægt að banna þennan fatnað eingöngu og því hljóðar tillagan upp á að bannað verði að hylja andlit sitt og á bannið þá jafnt við búrkur, grímur og húfur.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Søren Gade, þingflokksformanni Venstre, að hann sé sannfærður um að þingmennirnir nái samstöðu um málið. Ekki er þó full samstaða innan þingflokksins um málið. Opinberlega er Venstre ekki fylgjandi banni en nokkrir þingmenn vilja gera breytingu þar á. Þungavigtarmenn eins og Søren Pind, menntamálaráðherra, og Kristian Jensen, fjármálaráðherra, eru á móti slíku banni. Þeir rökstyðja afstöðu sína með að það sé ekki frjálslynd pólitík að setja lög um hvernig fólk má eða má ekki klæðast.

Gade sagði að þegar þingflokkurinn hefur komist að niðurstöðu muni allir þingmennirnir kjósa á sama hátt um tillögu Danska þjóðarflokksins. Einstökum þingmönnum verði ekki leyft að kjósa eftir eigin sannfæringu eins og stundum hefur verið heimilað þegar siðferðileg mál eru til afgreiðslu.

Í skýrslu frá 2010 kom fram að á milli 150 og 200 konur klæðist búrkum eða niqab. Flestar bera niqab en aðeins nokkrar búrku sem eru með net fyrir augum en það er niqab ekki.

Jafnaðarmenn hafa lengi vel ekki viljað taka afstöðu til banns sem þessa en í umræðum á þingi á miðvikudaginn sagði Mette Frederiksen, formaður flokksins, að flokkurinn væri reiðubúin til að styðja slíkt bann ef þörf er á slíku banni. Hún viðraði þó áhyggjur af hvernig væri hægt að fylgja slíku banni eftir, hvort eigi að beita sektum eða fangelsisrefsingum eða hvort lögreglan eigi að láta fólk fjarlægja þann fatnað sem brýtur gegn banninu.

Uppfært klukkan 08:04

Þau tíðindi voru að berast af þingflokksfundi Venstre að þingflokkurinn styðji bann við því að fólk hylji andlit sitt og muni vinna að framgangi málsins á þingi. Það stefnir því í að góður meirihluti verði á þinginu fyrir slíku banni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd