fbpx
Mánudagur 19.janúar 2026
433Sport

Myndband af Trent fer eins og eldur um sinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. janúar 2026 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbrögð Trent Alexander-Arnold við vítaspyrnuklúðri Brahim Diaz í úrslitaleik Afríkukeppninnar fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

Úrslitaleikur Marokkó og Senegal fór fram í Rabat og einkenndist af mikilli ringulreið undir lok venjulegs leiktíma. Dómarinn Jean-Jacques Ndala dæmdi umdeilda vítaspyrnu á Senegal eftir VAR-skoðun, sem vakti mikla reiði í herbúðum Senegala. Þjálfarinn Pape Thiaw skipaði leikmönnum sínum að ganga af velli í mótmælaskyni og liðu meira en 15 mínútur áður en leikurinn hófst á ný.

Brahim Diaz steig þá á punktinn fyrir Marokkó og tók Panenka-spyrnu, en Edouard Mendy varði auðveldlega. Trent Alexander-Arnold, fyrrum leikmaður Liverpool og nú Real Madrid, hvar hann spilar með Diaz, fylgdist með leiknum í beinni útsendingu ásamt bróður sínum. Viðbrögð hans við spyrnunni náðust á myndband og ætlaði hann vart að trúa eigin augum.

Senegal tryggði sér að lokum sigur í framlengingu með marki Pape Gueye og vann þar með annan Afríkumeistaratitil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt verkefni hafið í Hafnarfirði en markið sett hátt – „Það er ekkert annað í boði“

Nýtt verkefni hafið í Hafnarfirði en markið sett hátt – „Það er ekkert annað í boði“
433Sport
Í gær

„Maður er kominn með ógeð á því að tala um Sir Alex Ferguson“

„Maður er kominn með ógeð á því að tala um Sir Alex Ferguson“
433Sport
Í gær

Jökull ætlar aftur út – „Ég vil ekki hljóma eins og einhver egóisti“

Jökull ætlar aftur út – „Ég vil ekki hljóma eins og einhver egóisti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur yfirmenn sína til að opna veskið fyrir Gumma Tóta

Hvetur yfirmenn sína til að opna veskið fyrir Gumma Tóta
433Sport
Fyrir 2 dögum

Van Nistelrooy ráðinn inn sem aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins

Van Nistelrooy ráðinn inn sem aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ein glæsilegasta eiginkonan mætt á forsíður blaðanna – Segir frá því hvað gerðist í vikunni

Ein glæsilegasta eiginkonan mætt á forsíður blaðanna – Segir frá því hvað gerðist í vikunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Antonio Conte sendir alla tertuna á Ruben Amorim

Antonio Conte sendir alla tertuna á Ruben Amorim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hátt í 600 kvartanir vegna Neville

Hátt í 600 kvartanir vegna Neville