
Viðbrögð Trent Alexander-Arnold við vítaspyrnuklúðri Brahim Diaz í úrslitaleik Afríkukeppninnar fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.
Úrslitaleikur Marokkó og Senegal fór fram í Rabat og einkenndist af mikilli ringulreið undir lok venjulegs leiktíma. Dómarinn Jean-Jacques Ndala dæmdi umdeilda vítaspyrnu á Senegal eftir VAR-skoðun, sem vakti mikla reiði í herbúðum Senegala. Þjálfarinn Pape Thiaw skipaði leikmönnum sínum að ganga af velli í mótmælaskyni og liðu meira en 15 mínútur áður en leikurinn hófst á ný.
Brahim Diaz steig þá á punktinn fyrir Marokkó og tók Panenka-spyrnu, en Edouard Mendy varði auðveldlega. Trent Alexander-Arnold, fyrrum leikmaður Liverpool og nú Real Madrid, hvar hann spilar með Diaz, fylgdist með leiknum í beinni útsendingu ásamt bróður sínum. Viðbrögð hans við spyrnunni náðust á myndband og ætlaði hann vart að trúa eigin augum.
Senegal tryggði sér að lokum sigur í framlengingu með marki Pape Gueye og vann þar með annan Afríkumeistaratitil.
Trent's reaction to Brahim's miss 😭 pic.twitter.com/AT3B7XPsMS
— Dr Yash (@YashRMFC) January 19, 2026