fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Einstök boðsferð til ævintýraheimsins Oz

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. janúar 2026 17:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiksýningin Galdrakarlinn í Oz verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 24. janúar næstkomandi. Af því tilefni ætlar leikstjóri verksins Þórunn Arna Kristjánsdóttir að mæta í  Leikhúskaffi á Borgarbókasafninu Kringlunni fimmtudaginn 8. janúar kl. 17:30 og segja frá sýningunni.
Viðstöddum gefst svo í kjölfarið kostur á að fara saman yfir á Stóra svið Borgarleikhússins þar sem hin ævintýralega leikmynd sýningarinnar verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasama.
Einstakt tækifæri fyrir börn og fullorðna til að spóka sig um í ævintýraheimi Oz og öðlast dýrmæta innsýn í verkið.

Um sýninguna

Ungir sem aldnir hafa í áratugi heillast af sögunni um stúlkuna Dóróteu sem ásamt hundinum Tótó lendir óvænt í ævintýralandinu Oz þar sem fuglahræður tala, apar fljúga og galdranornir ráða ríkjum. Til að komast aftur heim þarf Dórótea að fylgja gula veginum sem liggur til galdrakarlsins fræga í Oz en hann er sá eini sem getur hjálpað henni. Leiðin til Oz reynist vera þyrnum stráð og hætturnar leynast víða en sem betur fer eignast Dórótea óvænta vini á leiðinni.
Sagan byggir á samnefndri bók Frank Baums sem öðlaðist nýtt líf með frægri kvikmynd frá 1939 þar sem Judy Garland fór með hlutverk Dóróteu. Síðan þá hafa óteljandi útgáfur litið dagsins ljós, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu og ekkert lát virðist vera á vinsældum söngleiksins. Þar spillir ekki fyrir tónlistin með ógleymanlegum lögum á borð við Somewhere Over the Rainbow og We’re off to See the Wizard.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Margrét ráðin forstjóri Bláa lónsins

Sigríður Margrét ráðin forstjóri Bláa lónsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður hætt kominn í Reynisfjöru – „Þetta er nákvæmlega það sem á EKKI að gera á Íslandi“

Ferðamaður hætt kominn í Reynisfjöru – „Þetta er nákvæmlega það sem á EKKI að gera á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína

Guðlaugur Þór fer ekki fram í borginni – Svona útskýrir hann ákvörðun sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“