fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fréttir

Miklar líkur sagðar á að Guðlaugur Þór fari fram gegn Hildi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. janúar 2026 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur átt samtöl við stuðningsmenn sína undanfarna daga og sagt miklar líkur á að hann bjóði sig fram í leiðtogaprófkjöri flokksins í borginni.

Þetta herma heimildir Morgunblaðsins sem segir frá þessu í dag.

Sjá einnig: Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Guðlaugur Þór hefur áður verið orðaður við framboð í borginni, en ef fer sem horfir mun hann etja kappi við sitjandi oddvita, Hildi Björnsdóttur, sem ein hefur gefið kost á sér til þessa.

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Guðlaugur Þór hafi ekki viljað tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Stjórnmálaflokkar landsins eru farnir að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar í vor, en greint var frá því í gær að Pétur Marteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefði ákveðið að taka slaginn gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur um oddvitasæti Samfylkingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun
Fréttir
Í gær

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök