

Hjónin Vilhjálmur Árnason þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins og Sigurlaug Pétursdóttir flugfreyja hjá Icelandair og snyrtifræðingur hafa sett einbýlishús sitt í Reykjanesbæ á sölu. Fjölskyldan hyggst þó ekki fara langt.
„Við fjölskyldan erum að setja yndislega húsið okkar hér í hverfinu á sölu. Það hefur haldið ótrúlega vel utan um okkur síðustu tvö árin og okkur hefur liðið afskaplega vel hér.
Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vera áfram í Reykjanesbæ og stefnum á það að næsta heimili verði einmitt innan sama hverfis. Fjölskyldan er búin að skjóta hér rótum, strákarnir eru í íþróttum, vinirnir nálægt og daglegt líf gengur einfaldlega vel hér í Reykjanesbæ. Ef einhver er að leita að frábæru heimili á frábærum stað,“ segir Vilhjálmur á Facebook.

Húsið er 212,1 fm, þar af bílskúr 35 fm, byggt árið 1990.

Húsið skiptist í forstofu, tvær stofur þar sem önnur er nýtt sem sjónvarpsstofa í dag, eldhús, hjónaherbergi með sérbaðherbergi, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.






Húsið er múrað í fallegum spænskum stíl og með bekk með geymsluplássi undir við hlið inngangs. Garður er fallegur og gróinn og með skjólsælum sólpalli með heitum potti. Bílastæði er stórt og hellulagt með snjóbræðslu.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.