fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 29. desember 2025 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, og eiginkona hans, Margrét Sumarliðadóttir, hársnyrtimeistari, hafa sett einbýlishús sitt í Reykjanesbæ á sölu.

Dóttir þeirra, Sólborg, rithöfundur og aktivísti, greinir frá sölunni og segir:

„Elsku dýrmæta æskuheimilið okkar er komið á sölu. Það kallar á spennandi tíma framundan en líka blendnar tilfinningar þar sem þetta hús hefur alltaf verið mitt heima. Þarna leika barnabörn sér í garðinum, sprikla í pottinum með ömmu og afa, fara svo í klippingu til ömmu Möggu út í skúr og við hrúgum okkur öllum saman þarna í borðstofunni við hvert tækifæri.

Þetta er fullkomin eign fyrir stóra fjölskyldu. Grunn- og framhaldsskóli í næstu götu, íþróttamiðstöð, sundlaug og gull af nágrönnum í kring. Vona að þeim sem taki við Langholtinu muni þykja jafn vænt um það og mér.“

Tvíburasystir hennar Sigríður, löggildur fasteignasali á Lind fasteignasölu, sér um söluna.

Húsið er 205 fm, þar af bílskúr 32 fm, byggt árið 1967.

Húsið samanstendur af forstofu, forstofuherbergi, eldhúsi, borðstofu/stofu, fjórum svefnherbergjum, sjónvarpsherbergi, baðherbergi, þvottahúsi og gestasalerni inn af þvottahúsi.

Bílskúrinn er innréttaður sem hárgreiðslustofa. Þar er lítið baðherbergi með klósetti og vaski. Inn af hárgreiðslustofunni er sirka 10 fermetra geymsla. Á bílskúrshurð er rafhleðslustöð.

Lóðin er stór og gróin, afgirt að stórum hluta. Á lóðinni er barnakofi ásamt 15 fermetra upphituðum og parketlögðum geymsluskúr. Sólpallur sem snýr í vestur með heitum potti.

Frekari upplýsingar um eignina má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Við erum hrædd en við stöndum saman

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Við erum hrædd en við stöndum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“