fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. desember 2025 15:01

Framkvæmdastjórn Nova. Frá vinstri eru Ólafur Magnússon, Renata Blöndal, Sylvía Kristín Ólafsdóttir, Guðný Halla Hauksdóttir og Þórhallur Jóhannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný Halla Hauksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðssóknar og sölumála hjá Nova og tekur hún jafnframt sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Guðný Halla kemur til Nova frá Icelandair þar sem hún hefur starfað sem forstöðumaður þjónustuupplifunar frá árinu 2021. Hún var forstöðumaður þjónustuupplifunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur í fimm ár og þar áður starfaði hún hjá VÍS, Tal og Vodafone. Guðný Halla er með viðskiptafræðigráðu frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá Háskóla Íslands, eins og segir í tilkynningu.

„Við tökum Guðnýju Höllu fagnandi, enda er alltaf gleðiefni að fá öflugt og reynslumikið fólk til starfa hjá fyrirtækinu. Hjá Nova spilum við alltaf til að sigra og erum í stöðugri sókn. Hluti af því er að leita sífellt leiða til að fara fram úr væntingum viðskiptavina okkar. Reynsla og þekking Guðnýjar Höllu mun koma sér vel fyrir Nova liðið og styrkja það enn frekar,“ segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstjóri Nova.

„Það er mjög spennandi að vera aftur komin í fjarskiptageirann eftir nokkurra ára hlé. Nova er einstakt fyrirtæki fyrir margra hluta sakir, en ekki síst vegna þess að þar er fólk sem er óhrætt við að vera öðruvísi, prófa sig áfram og alltaf reyna að gera betur. Þetta er umhverfi sem heillar mig og ég hef dáðst að Nova úr fjarlægð um langa hríð. Það er því spennandi að koma hér inn sem meðlimur í Nova liðinu og ég hlakka til að vinna með því frábæra fólki sem hér starfar,“ segir Guðný Halla.

Um Nova

Nova var stofnað árið 2006 og er nú orðið eitt af stærstu og öflugustu fjarskiptafyrirtækjum landsins. Fyrirtækið á og rekur sína eigin virku innviði vítt og breitt um landið. Hjá Nova starfa um 157 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Selfossi. Í janúar var tilkynnt um að Nova hafi fengið hæstu einkunn fjarskiptafyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni sextánda árið í röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins
Fréttir
Í gær

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Í gær

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“
Fréttir
Í gær

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“