fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 23. desember 2025 15:30

Katina ullar á gesti SeaWorld. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katina, einn af frægustu háhyrningum heims, er dáin 50 ára að aldri. Hún þótti vera mikill persónuleiki og var þekkt fyrir að ulla á áhorfendur í sædýragörðum.

Talið er að Katina hafi verið fædd árið 1975. Hún var veidd við Íslandsstrendur sem ungur kálfur og seld til sædýragarðsins Marineland í Kanada. Þaðan var hún keypt til SeaWorld í Bandaríkjunum og flutt í garð þeirra í San Diego árið 1982, síðan til Ohio og loks til Orlando árið 1984 þar sem hún var til dauðadags þann 20. desember á þessu ári.

Katina var næstelsti háhyrningur heims í haldi manna en engu að síður lést hún langt fyrir aldur fram, aðeins fimmtug að aldri. Talið er að háhyrningar geti orðið 80 eða 90 ára gamlir í náttúrunni.

Dýraverndunarsamtök telja að ástæðan fyrir því að háhyrningar lifa svo stutt í haldi manna sé að þeir syndi mun styttri vegalengdir. Þeir fái ekki þá hreyfingu sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi.

SeaWorld harmar fráfall Katinu sem var einn vinsælasti háhyrningur garðsins. Hún hafi verið mikill persónuleiki og var þekkt fyrir að ulla á áhorfendur.

„Í mörg dásamleg ár heillaði Katina milljónir gesta og hvatti þá til að læra meira um þessa ótrúlegu tegund,“ segir í tilkynningu garðsins.

Katina átti fjölda afkvæma, meðal annars með einum þekktasta háhyrning heims, dráparanum Tilikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins
Fréttir
Í gær

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“

Landsréttur vísar máli Sendinefndar ESB gegn Tómasi Hilmari frá – „Þetta er gríðarlegur léttir“
Fréttir
Í gær

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“

„Ekkert er sárara í veröldinni en að missa barn og það getur enginn skilið nema að upplifa það“
Fréttir
Í gær

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“

Vill að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra – „Þarna var um að ræða svívirðilega aðför“