fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fréttir

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. desember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku við Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, er ekki hrifin af því á hvaða leið mannanafnanefnd er nú um stundir.

Guðrún ræðir málið við Morgunblaðið í dag en þar segir að nýjustu úrskurðir nefndarinnar hafi vakið nokkra athygli. Ýmis athyglisverð nöfn hafa verið samþykkt, til dæmis karlkynsnafnið draumur og eiginnöfnin Ranimosk og Tóní. Þá hafa kvenkynsnöfnin Harne, Love, Enora og Raven verið samþykkt.

„Þetta er allt of laust í reipunum. Þeir sem lögðu línurnar með þessum breyttu reglum hafa teygt sig allt of langt,“ segir Guðrún við Morgunblaðið og telur að við séum ekki á réttri leið.

„Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá,“ segir hún.

Í blaðinu er einnig rætt við Auði Björg Jónsdóttur, formann mannanafnanefndar, sem segir að meirihluti umsókna sem berast nefndinni sé samþykktur. Synjanir snúi aðallega að því þegar rótgróin íslensk nöfn eru afbökuð.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins

Hafnarfjarðarmálið: Lífsýni mannsins fannst á fatnaði drengsins
Fréttir
Í gær

Ferðamenn köstuðu steinum í seli á Íslandi – „Svo skrýtið að gera þetta“

Ferðamenn köstuðu steinum í seli á Íslandi – „Svo skrýtið að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Samherjamálið: Segist hafa fengið boð upp á 400 milljónir króna fyrir þögn sína

Samherjamálið: Segist hafa fengið boð upp á 400 milljónir króna fyrir þögn sína