fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 28. desember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðal svívirðilegustu glæpa ársins eru einstaklega fólskuleg kynferðisbrot gegn börnum. Margir dómar féllu í barnaníðsmálum en tvö mál, sem ekki hafa verið til lykta leidd, standa hins vegar upp úr í þessum brotaflokki, þar sem þau eru í senn óvenjuleg og einstaklega óhugnanleg.

Ákæra gegn Hannesi Valla Þorsteinssyni, 22 ára gömlum, fyrrverandi starfsmanni leikskólans Múlaborgar, var gefin út snemma í nóvember. Hannes var ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, í starfi sínu í leikskólanum.

Hannes var ákærður fyrir að hafa brotið tvisvar gegn sama stúlkubarninu með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði gegn henni. Hann er þar sagður hafa misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni, brugðist trausti hennar og trúnaði hennar, sem starfsmaður leikskólans. Í síðara brotinu er hann jafnframt sagður hafa notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga.

Hannes var um tíma grunaður um mun fleiri brot. Alls bárust 17 tilkynningar vegna Hannesar til lögreglu, en þær voru mjög misjafnlega efnismiklar. Í einhverjum tilvikum var um að ræða ábyrga foreldra barna við leikskólann sem höfðu tekið eftir hegðunarbreytingum hjá barni sínu undanfarið. Í sumum þeirra tilvika var ekki talið líklegt að brot hefði verið framið.

Allar ábendingarnar voru rannsakaðar en þrjár voru senda til héraðssaksóknara. Af þessum þremur málum ákvað héraðssaksóknari aðeins að saksækja Hannes í einu máli.

Hannes Valla Þorsteinsson situr núna í gæsluvarðhaldi í Fangelsinu Hólmsheiði og bíður réttarhalda sem háð verða á fyrri hluta næsta árs.

Braust inn á heimili fjölskyldu og braut gegn barni

Hafnarfjarðarmálið svokallaða skók samfélagið snemma í haust. Maður í virtri stöðu í samfélaginu, lögfræðingur og fasteignasali, er sterklega grunaður um að hafa brotist í tvígang inn á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði og brotið gróflega gegn 10 ára barni.

Hinn grunaði er fyrrverandi vinnufélagi móður drengsins og höfðu þau verið í rafrænu sambandi um daginn vegna fyrirhugaðs hittings hóps fyrrverandi vinnufélaga.

Á miðnætti fóru ítrekuð símtöl að berast frá manninum í síma móðurinnar en hún hafði verið í hópspjalli við hann og hina fyrrverandi vinnufélaganna fyrr um daginn. Þar sem maðurinn hefur sögu um ofdrykkju og að falla á bindindi taldi hún að eitthvað slíkt væri í gangi og ákvað að svara ekki. Eftir ítrekaðar hringingar sendi hún honum skilaboð og spurði hvað væri í gangi. Hann spurði þá til baka hvað hún væri að meina og allt væri í góðu.

Undir morgun kom drengurinn inn í herbergi til foreldra sinna og greindi þeim frá því að maður hefði verið inni í herberginu hjá honum og hefði komið upp í rúm til hans. Faðirinn hljóp inn í herbergi til sonarins en taldi að hann hefði verið að dreyma þetta. Drengurinn skýrði foreldrum sínum frá því að maðurinn hefði verið buxnalaus er hann kom upp í rúm til hans og að hann hefði tekið hann úr buxunum.

Á meðan drengurinn var að greina foreldrum sínum frá þessu reyndi maðurinn að brjótast aftur inn í húsið. Faðirinn stökkti honum á flótta og hringdi í lögreglu. Segir hann í viðtali við Heimildina að það undri hann mikið að maðurinn hafi komið aftur.

Foreldrarnir segja að lýsingar drengsins í skýrslutökum á meintu ofbeldi mannsins gegn honum séu mjög sláandi og í viðtalinu í Heimildinni, sem er ítarlegt, er farið í gegnum hvað áhrif þessi hræðilegi atburður hefur haft á fjölskylduna.

Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í nokkra daga eftir atburðinn en hefur síðan gengið laus. Hann hefur ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum enda liggur enn ekki fyrir hvort hann verður ákærður. Það ætti að skýrast fljótlega eftir áramót því rannsókn lögreglu er á lokametrunum og málið verður að líkindum sent til embættis Héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákært verður.

Nauðgarinn á Heimildinni

Þann 14. október var 32 ára gamall maður, Bjarki Fjarki Rúnar Gunnarsson, sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Braut hann gegn konu sem kom á heimili hans með það í huga að stunda hefðbundið kynlíf. Bjarki hélt því hins vegar fram að hún hefði samþykkt BDSM-kynlíf sem konan neitaði en fyrir dómi lýsti hún linnulausum misþyrmingum sem hún mátti þola af hans hálfu í um 90 mínútur.

Brotið var framið í apríl árið 2023 en Bjarki hafði áður verið dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot árið 2020.

Um það leyti sem dómur var  kveðinn upp yfir Bjarka í október fékk DV upplýsingar um að um það leyti sem málið kom upp hafi hann starfað sem áskriftasölustjóri hjá fjölmiðlinum Heimildin, og það sem meira var þá var hann handtekinn á starfsstöð Heimildarinnar vegna málsins þann 9. maí árið 2023 af  óeinkennisklæddum lögreglumönnum og leiddur í handjárnum út af staðnum. Eðlilega olli þetta uppnámi á vinnustaðnum og kalla þurfti til krísufundar með áskriftasölufólki sem hafði þarna misst yfirmann sinn.

Lögmaður var látinn dúsa í einangrun á Hólmsheiði

Seinni hluta sumars greindi Lögreglan á Norðurlandi eystra frá því að hún hefði til rannsóknar afar umfangsmikil fíkniefnabrot og skipulagða brotastarfsemi sem teygði sig út um allt land, en rannsóknin fól í sér samvinnu fjögurra lögregluembætta og leiddi til þess að lögreglan fór í sex húsleitir og uppgötvaði stórfellda kannabisframleiðslu.

Meðal annars var upprætt kannabisrætkun á Raufarhöfn. Hinir grunuðu þar eru albanskir karlmenn. Óvæntar vendingar urðu í málinu er lögmaðurinn Gunnar Gíslason var hnepptur í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar og vistaður í einangrun í Fangelsinu Hólmsheiðu, þar sem hann þurfti að dúsa í meira en tvær vikur. Gunnar er verjandi eins af albönsku sakborningunum í Raufarhafnarmálinu og var verjandi annars þeirra í öðru máli. Lögreglan á Norðurlandi eystra segist hafa Gunnar grunaðan um ólöglegan flutning fólks til landsins, peningaþvætti, fíkniefnasölu og fíknefnaræktun.

Gunnar, sem hefur verið mjög opinskár um málið við fjölmiðla, segir ásakanirnar fjarstæðukenndar og telur að málið eigi eftir að enda með himinháum miskabótum ríkisins til hans vegna aðgerðanna gegn honum.

„Ég er bara andlega í molum og er kominn á lyf. Ég var bara sambandi við fjölskylduna um helgina og í dag er fyrsti vinnudagur, ég er bara í björgunaraðgerðum. Einangrunarvist er pyntingar,“ sagði Gunnar í viðtali við DV daginn sem honum var sleppt úr haldi.

Gunnar fór hörðum orðum um framgöngu Eyþórs Þorbergs, aðstoðarsaksóknara lögreglunnar á Norðurlandi eystra, fyrir framgöngu hans í málinu:

„Hann er hrotti. Og hann er þekktur meðal lögmanna sem hrotti hjá lögreglunni. Þannig var framkoma hans gagnvart mér líka. Hann hélt því til dæmis fram til að framlengja gæsluvarðhaldið að ég hefði verið ósamstarfsfús og neitað að svara spurningum lögreglu. Það er bara lygi.“

„Í upphafi málsins spurðu þeir mig hvort þeir fengju lykilorðin á tölvurnar og símana mína. Ég svaraði þeim að ég mætti ekki hleypa þeim inn á þessi tæki vegna siðareglna lögmanna nema með dómsúrskurði. Þeir fengu dómsúrskurð 25. nóvember, á þriðjudegi, en þeir hringja ekki í mig til að fá þessi lykilorð fyrr en á mánudeginum þegar tæpar tvær vikur voru liðnar. Þeir fengu síðan aðra framlengingu, þrjá daga, en báðu um viku, á þeim grundvelli að þeir voru ekki búnir að tryggja öll gögn, af því þeir fengu lykilorðin svo seint.“

Segir hann þetta sýna að gæsluvarðhaldstíminn yfir honum hafi verið mjög illa nýttur og liggur undir að hann hafi setið óþarflega lengi í gæsluvarðhaldi fyrir svo utan að hann telur að hann hafi aldrei átt að fara í gæsluvarðhald.

Gunnar sagði ennfremur:

„Ég tel að lögreglan sé að reyna að nota mig og komast í vinnugögnin mín af því ég er bara mjög vinsæll meðal Albananna. Ég held því að þeir séu að reyna að komast í vinnugögnin mín svo þeir geti fundið höfuðpaurana í þessu Raufarhafnarmáli.“

Borinn út á líkbörum á Kársnesi

Sunnudaginn 30. nóvember fékk DV ábendingu um að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði í margar klukkustundir verið að störfum inni í íbúðarhúsi við Skjólbraut í Kópavogi og fyrir utan húsið. Látinn maður var fluttur í líkpoka af vettvangi.

Ekki fengust upplýsingar um málið hjá lögreglu þennan dag nema staðfesting á því að mannslát væri til rannsóknar.

Á næstu dögum upplýstist að hinn látni var fertugur Portúgali. Nokkru síðar var 29 ára gamall grískur  maður handtekinn vegna málsins. Hann var látinn laus eftir nokkurra dag gæsluvarðhald en síðan handtekinn aftur og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. janúar 2026.

Fyrir liggur að mennirnir tveir þekktust og að stunguáverkar voru á hinum látna. Fjöldamargt er óupplýst í málinu og sú saga bíður nýs árs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar

Það er ekki hægt að losna alfarið við pappírs- og plasttunnurnar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 4 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus

Sakfelldur eftir örlagaríka ferð í Bónus
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“

Svanhildur Sif heiðruð af Kópavogsbæ – „Börnin eiga svo stóran hlut í hjarta mínu“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“