fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. desember 2025 08:00

Frá heimili fjölskyldunnar við Súlunes. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirra sem gáfu skýrslu hjá lögreglu við rannsókn í Súlunesmálsins var afi Margrétar Helgu Hansdóttur Löf, nánar tiltekið stjúpfaðir móður hennar. Hann er nú látinn. Afinn var á heimilinu á afmælisdegi Margrétar, 10. apríl, en daginn eftir lést heimilisfaðirinn, Hans Roland Löf.

Fyrir dyrum stóð afmælisfögnuður Margrétar sem varð 28 ára gömul þann 10. apríl. Þátttaka afans í fögnuðinum varð hins vegar endaslepp, að virðist vegna skapofsa Margrétar.

Sjá einnig: Margrét misþyrmdi foreldrum sínum eftir að hún var búin að opna afmælispakkana frá þeim

Afinn gaf skýrslu hjá lögreglu þann 14. apríl, þremur dögum eftir morðið. Hann sagðist fara í mat á hverju laugardagskvöldi hjá fjölskyldunni í Súlunesi og hafi síðast heimsótt þau á afmælisdegi Margrétar, 10. apríl. Hann hefði verið boðaður til kaffiboðs og verið sestur í bókaherbergi um kaffileytið þegar hann heyri hávært orðaskak frá öðrum stað í húsinu. Um 20 mínútum seinna hafi móðir Margrétar komið til hans og sagt að best væri að hann færi heim „og þetta þýði ekki neitt“. Sagðist hann hafa kvatt móðurina og Hans Roland án þess að hitta Margréti. Móðirin hafi hringt í hann daginn eftir og sagt að komið hefði til ósættis og Hans Roland hefði tvívegis farið í hjartastopp.

Ólíkt mörgum öðrum vitnum sagðist afinn ekki hafa orðið vitni að skapbrestum Margrétar og ekki séð hana beita foreldra sína ofbeldi. Hann nefndi hins vegar nýlegt kvöldverðarboð þar sem Hans Roland hefði verið með ullarhúfu á höfði við matarborðið. Honum hafi þótt þetta einkennilegt en ekki fært það í tal. Helgina eftir hefði Hans Roland síðan verið með maráverka. Hefði afinn haft á orði að þetta væri hroðalegt að sjá, móðirin hefði tekið undir þau orð, en málið ekki verið rætt frekar. Hann hefði hins vegar grunað að áverkarnir væru af völdum Margtrétar enda hefði móðir hann sagt að hún „væri mjög erfið stundum í samræðum og þá kannski bara myndi lemja til
þeirra eða eitthvað slíkt“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Ég bara vissi það að ég vildi þekkja þennan mann meira, sem og ég gerði. Það varð úr því hjónaband“

„Ég bara vissi það að ég vildi þekkja þennan mann meira, sem og ég gerði. Það varð úr því hjónaband“