fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Hryllileg aðkoma í Súlunesi – Margrét undraðist að hún væri handtekin en ekki foreldrarnir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. desember 2025 10:24

Frá heimili fjölskyldunnar við Súlunes. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðkoma lögreglu og annarra viðbragðsaðila á vettvangi morðsins í Súlunesi þann 11. apríl var í senn óhugnanleg og undarleg. Málið hófst með því að móðir sakborningsins, Margrétar Höllu Hansdóttur Löf, hringdi í Neyðarlínuna 112, tilkynnti að eiginmaður hennar væri meðvitundarlaus á heimili þeirra og óskaði eftir sjúkrabíl á staðinn. Á meðan símtalinu stóð spurði neyðarvörður 112 móðurina hvað maður hennar hefði verið að gera áður en hann missti meðvitund og svaraði hún: „Það voru slagsmál, það voru bara slagsmál, viltu senda bíl.“

Á hljóðupptöku símtalsins heyrist Margrét segja í bakgrunninum: „En af hverju datt hann?“ – Móðirin svaraði henni að hún vissi það ekki.

Er sjúkraflutningamenn komu á staðinn kl. 6:45 lá Hans Roland Löf meðvitundarlaus á gólfi í anddyri hússins. Endurlífgun hófst á staðnum með hjartahnoði, hjartastuði, öndunaraðstoð og adrenalíngjöf. Hann var síðan fluttur á bráðamóttöku LSH í Fossvogi og þaðan á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut en þar lést hann kl. 14:37 sama dag.

Áverkar, blóðslettur, sóðaskapur og jólatré

Lögreglumenn komu á vettvang um leið og sjúkralið. Blöstu strax við áverkar á bæði Hans og móðurinni. Um þetta segir í texta dómsins (Hans er þar kallaður A og móðirin er kölluð brotaþoli):

„Í frumskýrslunni segir að þegar inn kom hafi A legið í hjartastoppi á gólfi í anddyri hússins á neðri hæð, ákærða staðið við fætur hans og brotaþoli setið við höfuð hans; greinilega í miklu uppnámi. Að sögn 1 vöktu áverkar á andliti A og marblettir á maga athygli lögreglu, sem og að brotaþoli var með mikla sjáanlega áverka á andliti,áverka á hálsi og fótum, hún bólgin, með mjög mikla marbletti og með „blómkálseyra“ á hægra eyra. Kvaðst 1 hafa spurt brotaþola hvað komið hefði fyrir og hún hvíslað að dóttir þeirra hefði gert þetta, en það mætti ekki segja frá því. Segir í skýrslunni að brotaþoli hafi verið greinilega mjög skelkuð og hrædd við dóttur sína. Í skýrslunni er haft eftir brotaþola að hún hafi verið á salerni á neðri hæð hússins og ákærða á efri hæð hússins þegar brotaþoli heyrði A detta. Þegar það gerðist hafi hún og A verið að tygja sig til brottfarar af heimilinu.“

Á vettvangi kannaðist Margrét ekki við áverka á móðurinni og sagðist ekki vita hvernig þeir væru tilkomnir. Hún sagðist hafa verið á efri hæð hússins þegar hún heyrði háværan dynk á neðri hæðinni, hún þá farið niður og komið að föður sínum liggjandi á gólfinu með móður hennar við hlið sér. Hún sagði að faðir hennar væri sjúklingur, veikur í fótum og með einhverja „þynningu“ í hnjám.

Fram kemur að húsið var ósnyrtilegt, jólatré enn uppi þó að komið væri inn í apríl, víða sáust blóðslettur, meðal annars á veggjum og greinilegt að mikið hafði gengið á í húsinu. Vegna þessara aðstæðna og út af áverkunum á hjónunum voru rannsóknarlögreglumenn kvaddir á vettvang.

Jafnframt var Margrét handtrekin vegna gruns um heimilisofbeldi. Handtakan fór fram í herbergi hennar á efri hæð hússins kl. 07:18. Segir í dómnum að handtakan hafi komið Margréti mjög á óvart og hún spurt af hverju hún væri handtekin en ekki foreldrar hennar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi