fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. desember 2025 09:30

Mynd: Unsplash.com.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins og sálfræðingur, hvetur alla foreldra til að huga að því að mörg börn kvíði fyrir jólunum. Áfengisdrykkja foreldra, þá sérstaklega þeirra sem hafi litla eða enga stjórn á henni hafi áhrif.

„Besta jólagjöfin sem alkóhólisti getur gefið börnum sínum er að leita sér aðstoðar til að hætta drykkjunni.”

Í grein sinni segir Kolbrún jólin fyrst og fremst hátíð barnanna.

„Nú þegar jólin nálgast hugsa margir fullorðnir til æskuáranna og þeirrar notalegu tilfinningar sem við flest upplifðum að hlakka til jólanna. En þá eins og nú hlakkar ákveðinn hóp barna hins vegar ekki til jólanna heldur kvíðir þeim.”

Hún segir aðstæður barna og fjölskyldna þeirra eru auðvitað á öllum tímum misjafnar. Ýmis vandmál, eins og veikindi eða sorg geta varpað skugga á jólahaldið. Í grein vill hún þó sérstaklega tala um börn sem kvíða jólanna vegna foreldris eða foreldra sem hafa litla eða enga stjórn á áfengisneyslu sinni.

„Um jól drekka þeir foreldrar sem hafa misst tök á drykkju sinni jafnvel meira. Ýmis tilefni og uppákomur tengd áfengi eru tíðari dagana fyrir jól. Sjúkdómurinn alkóhólismi í sinni verstu mynd spyr ekki hvaða dagur er, eða hvort það eru jól eða páskar.”

Kolbrún bendir á að ástand foreldris sem á við drykkjuvanda að stríða og þær aðstæður sem drykkjan skapar getur yfirskyggt allt jólahald fjölskyldunnar og valdið börnum ómældum kvíða og sorg.

„Börnin sem kvíða nú jólunum vegna drykkjuvanda foreldris eru farin að velta fyrir sér hvernig ástandið verði heima um þessi jól og áramót. Sum þeirra hafa lifað mörg jól þar sem drykkja foreldris hefur sett svartan blett á hátíðina og nú óttast þau að ástandið endurtaki sig um þessi jól.”

Börn í þessum sporum velta einnig vöngum yfir því hvort þau hafi gert eitthvað rangt og reyna allt sem þau geta til að gleðja foreldri sitt eða foreldra í þeirri von að drykkjuskapur eyðileggi ekki enn ein jólin. Þeirri stöðu og líðan sem hér er lýst er með öllu óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum.”

Kolbrún segir börn í þessum aðstæðum biðja og vona innra með sér að allt verði í lagi enda þótt reynslan hafi sennilega kennt þeim að varast beri að hafa miklar væntingar þegar áfengi er annars vegar. Hún skorar á alla foreldra að hugsa sérstaklega um þetta fyrir jólin.

„Besta jólagjöfin sem alkóhólisti getur gefið börnum sínum er að leita sér aðstoðar til að hætta drykkjunni. Á Íslandi erum við svo lánsöm að allir sem leita sér aðstoðar á þessum sviðum geta fengið hjálp.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi