

Greint er frá andláti Halldórs í Morgunblaðinu í dag.
Hann fæddist 24. ágúst 1938 og lauk stúdentsprófi frá MA árið 1959 og las lögfræði í Háskóla Íslands. Hann starfaði um tíma sem blaðamaður á Morgunblaðinu en settist fyrst á þing sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokkinn árið 1971 áður en hann var kjörinn á þing í desember 1979.
Halldór sat á þingi í tæp 30 ár, eða til ársins 2007, og gegndi hann embætti landbúnaðar- og samgönguráðherra á árunum 1991 til 1995 og samgönguráðherra frá 1995 til 1999. Hann var svo forseti Alþingis á árunum 1999 til 2005.
Halldór var í einkar áhugaverðu viðtali í DV árið 2018 sem má lesa í heild sinni hér. Aðstandendum og vinum eru sendar innilegar samúðarkveðjur.