fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. desember 2025 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manuela Ósk Harðardóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar Helenu Hafþórsdóttur O´Connor sem síðust var kjörin Ungfrú Ísland.

Segir Manuela Ósk að upplýsingar sem Helena birti á Instagram í gær og fjölmiðlar birtu fréttir um í kjölfarið, sé í miklu ósamræmi við samskipti forsvarsmanna keppninnar við hana og í flestum tilfellum farið með rangfærslur.

Sjá einnig: Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

„Vegna yfirlýsingar Helenu Hafþórsdóttur O’Connor og einhliða fréttaflutnings fjölmiðla út frá henni, þá viljum við koma því á framfæri að þær upplýsingar sem þar koma fram eru í miklu ósamræmi við okkar samskipti við hana og í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur. Við munum reyna að svara þessum skrifum eins og við teljum viðeigandi og eins og reglur Miss Universe Organization leyfa.

Við teljum þó mikilvægt að það komi fram á þessum tímapunkti að Helena óskaði sjálf ítrekað eftir því að draga sig úr keppninni Miss Universe, eftir að hún var komin til Taílands í nóvember s.l. til að taka þátt í keppninni, bæði áður en veikindi hennar komu upp og eftir að hún var á batavegi og vonir stóðu til að hún myndi geta snúið aftur til þátttöku í keppninni.

Aðstandendur Ungfrú Ísland keppninnar hafa í einu og öllu viljað styðja Helenu til þátttöku í verkefnum á vegum keppninnar eða þá að koma til móts við óskir hennar um að draga sig í hlé með hliðsjón af þeim samningsskuldbindingum sem Helena undirgekkst er hún tók við hlutverki titilhafa Ungfrú Ísland.“

Manuela Ósk Harðardóttir

Elísa Gróa Steinþórsdóttir

Hrafnhildur Haraldsdóttir

Ísabella Þorvaldsdóttir

Þorbjörg Kristinsdóttir

Lilja Sif Pétursdóttir

Kristín Anna Jónasdóttir

Sóldís Vala Ívarsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“