fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. desember 2025 13:51

Eymar Plédel Jónsson, framkvæmdastjóri viðskiptavinasviðs Póstsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi afsláttarhelgi í kringum svartan föstudag og rafrænan mánudag var ein sú stærsta frá upphafi hjá Póstinum, ef frá er talið árið 2020 þegar Covid-19 gerði það að verkum að netverslun var nær það eina sem var í boði,” segir Eymar Plédel Jónsson, framkvæmdastjóri viðskiptavinasviðs Póstsins.

Eymar segir að met hafi verið slegið í fjölda sendinga á afsláttardögunum í ár og að það endurspegli kraftmikinn vöxt í íslenskri netverslun. Á undanförnum árum hafi verið greinileg aukning í því að íslenskir neytendur versli á netinu og þeir kunni augljóslega vel að meta að geta fengið sendingarnar afhentar með hraði. „Við skynjuðum þó ákveðnar áhyggjur hjá verslunareigendum fyrir þessa nýafstöðnu törn varðandi samkeppni frá erlendum netverslunum, aðhaldsaðgerðum neytenda og samdrætti í efnahagslífinu. Niðurstöður eftir þessa afsláttardaga sýna hins vegar að innlendar netverslanir standa vel að vígi og eru að auka hlutdeild sína, þrátt fyrir alþjóðlega samkeppni.“

Að sögn Eymars fagnar starfsfólk Póstsins því sérstaklega að innlend netverslun blómstri. „Það er afar mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf, til dæmis hvað varðar það að auka tekjur innanlands og stuðla að áframhaldandi vexti og nýsköpun. Svo er auðvitað líka jákvætt fyrir neytendur að fá vörurnar fyrr í hendur, jafnvel samdægurs, og minna mál að skipta eða skila vörum ef þess gerist þörf þegar vörur eru keyptar hér heima heldur en þegar þær eru keyptar erlendis frá.“

Þótt fjöldi sendinga hafi verið gríðarlegur segir Eymar að vel hafi gengið að koma þeim til skila. „Við höfðum undirbúið okkur vel fyrir törnina og meðal annars fjárfest í búnaði sem hefur skilað okkur aukinni afkastagetu svo um munar. Þar skipta ný Póstbox, sem við höfum verið að bæta við þau sem fyrir voru, miklu máli. Auk þess höfum við stækkað fjölmörg Póstbox og þar með fjölgað hólfum til muna sem gerir okkur kleift að dreifa fleiri sendingum í einu. Við sáum greinilega að þessi uppbygging skilaði sér í skilvirkari afhendingu og betri þjónustu á mjög annasömum tíma. Nú höldum við ótrauð áfram að byggja upp okkar innviði og stafrænar lausnir til að tryggja að netverslun á Íslandi geti haldið áfram að vaxa á traustum grunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu