fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. desember 2025 08:54

Guðmundur Ingi Kristinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það muni koma í ljós hvort Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, snúi aftur í ráðuneyti sitt.

Inga sagði þetta í Silfrinu í gærkvöldi en fjallað er um málið á vef RÚV.

Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Guðmundur Ingi væri kominn í veikindaleyfi og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefði tímabundið tekið við verkefnum hans.

Guðmundur Ingi mun gangast undir hjartaaðgerð í byrjun nýs árs, en í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þann 9. Desember síðastliðinn kom fram að gert væri ráð fyrir að hann myndi snúa aftur til starfa eftir aðgerðina.

Inga segir að það muni hins vegar koma í ljós hvað gerist, enda stór aðgerð fram undan.

„Hann er að fara í opna hjartaskurðaðgerð, og þarf að skipta um hjartaloku eða eitthvað slíkt sem ég kann ekki alveg frá að segja, en ég vil bara sjá til hvernig framvindan verður. Það veit enginn hvernig það fer, einstaklingar þurfa að fara í endurhæfingu, mislanga, og annað slíkt eftir slíka aðgerð. Við óskum Guðmundi alls hins besta og bíðum eftir því að hann verði sprækur sem lækur,“ sagði Inga Sæland í Silfrinu að því er fram kemur á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast