fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. desember 2025 14:30

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áform ríkisstjórnarinnar um að stytta atvinnuleysisbótarétt úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði hefur víða vakið hörð viðbrögð. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er þó ekki í hópi fordæmenda breytingarinnar. Kann það að koma á óvart.

Sólveig Anna ræddi þetta í hlaðvarpinu Bjórkastið en Nútíminn birti frétt upp úr viðtalinu.

„Ég ætla bara að droppa einni hérna, að nú til dæmis á að minnka atvinnuleysisbætur úr 30 mánuðum niður í átján mánuði,“ sagði Sólveig Anna og bætti við að viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar við þessu hefðu verið undarleg:

„Íslenska verkalýðshreyfingin er trítilóð yfir þessu. Ég persónulega skil ekki yfir hverju hasarinn er.“

Sólveig Anna segir eðlilegt að ræða breytingar á bótarétti þar sem atvinnuleysi á Íslandi sé mjög lágt. Í slíku ástandi sé ekki nauðsynlegt að hafa atvinnuleysisbótarétt 30 mánuði.

„Ef þú ert atvinnulaus í landi þar sem er mjög lítið atvinnuleysi í 30 mánuði, þá mögulega er eitthvað annað sem þú ert að glíma við heldur en bara atvinnuleysi,“ segir Sólveig Anna og ennfremur þetta:

„Íslensk verkalýðshreyfing á að hafa sjálfsöryggi og traustið til þess að geta sagt: ok, það er hægt að lækka bótaréttinn um einhverja mánuði, en við erum sammála um það að ef það kemur hrun eða COVID eða eitthvað ömurð, þá þurfum við að hækka hann aftur.“

Hún segist eiga von á hörðum viðbrögðum við þessari skoðun sinni:

„Nú verð ég sennilega drepin.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast