fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. desember 2025 11:30

Mynd: Reykjavíkurborg/Róbert Reynisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Nína Heimisdóttir er eldri íbúi í Þingholtunm sem hefur orðið illilega fyrir barðinu á Bílastæðasjóði. Helga er með P-merki (merki hreyfihamlaðra) í framrúðinni  á bílnum sínum, sem táknar að henni er frjálst að leggja gjaldfrjálst hvar sem er í borginni. Engu að síður hefur bún að undanförnu fengið tvisvar stöðumælasektir. Segir hún að það taki tvær til þrjár vikur að leiðrétta sektirnar, sem hækki fram að því.

Þetta kom fram á Bylgjunni í morgun. „Þeir rukka mann alveg samdægurs, sko. Það vantar ekki. En að fá þetta leiðrétt, það tekur tvær til þrjár vikur,“ segir Helga.

Hún hefur skýringu á því hvers vegna P-merki varnar því ekki að hún fái sekt:

„Það er bíll frá Bílastæðasjóði sem að keyrir um göturnar og tekur myndir af bílum aftan frá. Ég er með einstefnu, ég bý í einstefnu á ská og bílarnir snúa að gangstéttinni. Þeir fara ekki í gangstéttina,“ útskýrir Helga, en starfsmennirnir sem taka myndirnar sjá ekki framan á bílinn þar sem P-merkið blasir við í framrúðunni.

Hún segist hafa sótt um að fá P-merki í afturrúðunni líka en verið synjað um leyfi til slíks. Engar skýringur á þeirri synjun fær hún aðrar en þær að það samrýmist ekki reglum.

Helga segist ekki kunna við að skulda og henni þykir óþægilegt að hafa skuld við Bílastæðasjóð hangandi inni á einkabankanum sínum vikum saman og síðan hækkar sektin.

Fram kom í lok viðtalsins að Bylgjun hyggst freista þessa að fylgja málinu eftir og ræða við Bílastæðasjóð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auður stígur til hliðar úr Gímaldinu

Auður stígur til hliðar úr Gímaldinu