fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. desember 2025 07:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk sjúkrahús eru mörg hver komin að þolmörkum vegna inflúensufaraldurs sem geisar á Bretlandseyjum.

Flensan hefur einnig látið á sér kræla hér á landi og hafa ófáir landsmenn lagst í rúmið undanfarnar vikur.

Daily Mail greindi frá því í gær, sunnudag, að hátt í þrjú þúsund sjúklingur lægju nú inni á sjúkrahúsum vegna inflúensu. Hafa innlagnir fjórfaldast á um einni viku á þeim svæðum þar sem ástandið er verst.

Bresk heilbrigðisyfirvöld segja að hið versta sé ekki endilega yfirstaðið, engin merki séu um að bylgjan sé í rénun og hefur Daily Mail eftir heilbrigðisstarfsmanni að kúrfan fari jafnvel ekki lækkandi fyrr en í lok janúar.

Wes Streeting, heilbrigðisráðherra Bretlands, segist hafa áhyggjur af stöðu mála á sjúkrahúsum og segir hann að fjöldi sjúklinga á sjúkrahúsum gæti þrefaldast áður en faraldurinn dregst saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“