fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. desember 2025 10:57

Skjáskot úr öryggismyndavél

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir eru látnir og að minnsta kosti níu særðir eftir að skotárás var gerð á lóð Brown-háskóla í Rhode Islands í morgun. Nokkrir af hinum særðu eru í alvarlegu ástandi. Öll fórnarlömb árásarinnar eru nemendur í skólanum en þennan dag gátu nemendur fengið að skoða próf úr áföngum í skólanum og farið yfir einkunnir sínar.

Mikil hræðsla greip um sig á háskólalóðinni í byggingum skólans þar sem fjölmargir nemendur lokuðu sig inni í skólastofum og bjuggu sig undir það versta. Þá var komnar viðvaranir inn á samfélagsmiðla aðeins nokkrum andartökum eftir að fyrsta skotinu var hleypt af.

Talið er að aðeins einn árásarmaður hafi verið að verki en lögregla hefur birt myndband úr öryggismyndavél þar sem hinn grunaði, sem talinn er vera á þrítugsaldri, er sagður sjást. Hann náði að flýja af vettvangi en umfangsmikil leit lögreglu stendur yfir en um 400 lögreglumenn eru á vettvangi.

Um er að ræða 70 skotárásina í bandarískum skóla á þessu ári en árásin er sú fyrsta í skóla á Rhode Islands síðan 2008.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega