fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Ung kona fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að valda dauða sona sinna í umferðarslysi

Pressan
Laugardaginn 13. desember 2025 20:53

Dómstóllinn í Lincolnskíri. Lincolnshire Crown Court.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill harmleikur tók enda fyrir dómstóli í Lincolnskíri á Englandi (Lincolnshire Crown Court) á föstudag. Hin 29 ára gamla Amy Sheppard fékk þá 20 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að valda dauða tveggja svona sinna í umferðarslysi sem hægt hefði verið að afstýra.

Dómari ákvað að hlífa henni við fangelsisvist. Slysið átti sér stað A52 þjóðveginum nálægt Sutton-on-Sea í Lincolnskíri í október árið 2023. Annað afturdekkið undir Vauxhall Astar bíl Amy var loftlítið sem leiddi til þess að bíllinn rásaði til í beygju og fór inn á ranga akrein, gegn aðvífandi umferð, og lenti framan á bíl af gerðinni Audi sem kom úr gagnstæðri átt.

Ökumaður Audi-bílsins, eiginkona hans og bróðir slösuðust öll illa og gengust undir viðamiklar aðgerðir á sjúkrahúsi. Amy slasaðist einnig illa en synir hennar tveir, 8 og 6 ára, létust báðir. Rannsókn leiddi í ljós að þeir voru báðir rétt og tryggilega festir í viðeigandi barnabílstóla. Hins vegar var það á ábyrgð Amy að hafa bílinn svo illa útbúinn að það leiddi til þessa hörmulega slyss. Var hún því ákærð fyrir manndráp.

Amy Sheppard hafði fengið einhvern til að kanna dekkið daginn fyrir slysið en svo óheppilega vildi til að viðkomandi hafði misskilið hana og kannað þrýstinginn í dekkinu að framanverðu. Daginn eftir uppgötvaði hún að dekkið var enn í ólagi en hélt samt sínu striki með hörmulegum afleiðingum.

Dómarinn í málinu sagði að Amy Sheppard væri blíð og gefandi manneskja sem nú yrði að bera þá byrði það sem eftir væri ævinnar að hafa með kæruleysi valdið dauða tveggja barna sinna.

Sjá nánar á vef Metro.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik

Fyrsta málsókn sinnar tegundar: ChatGPT sakað um að hafa átt þátt í fjölskylduharmleik
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“