fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Gengu berserksgang á Hlemmi eftir að manni með hakakrosshúðflúr í andliti var meinað um afgreiðslu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. desember 2025 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður með hakakrosshúðflúr í andliti og samfylgdarfólk hans gekk berserskgang á hamborgarastaðnum 2Guys á Hlemmi eftir að fólkinu hafið verið neitað um afgreiðslu.

RÚV greinir frá þessu en atvikið átti sér stað um síðustu helgi.

Starfsfólk á 2Guys neitaði fólkinu um afgreiðslu vegna húðlúrs mannsins. Hjalti Vignisson, eigandi staðarins, segir í samtali við RÚV að hann styðji ákvörðun starfsfólksins. Gestirnir brugðust við þessu með því að brjóta vatnskönnu og um 50 glös inni á staðnum. Engan sakaði í þessum hamförum.

„Þarna átti sér bara stað atvik þar sem einstaklingur er greinilega illa fyrir kallaður. En þetta er ógeðslega pirrandi að fólk skuli haga sér svona,“ segir Hjalti við RÚV.

Segist hann hafa haft samband við lögreglu vegna málsins en efast um að hann leggi fram kæru. Vandræði á Hlemmi séu hins vegar ekki ný af náilnni og starfsfólk 2Guys hafi ekki farið varhluta af þeim.

„En þetta sýnir líka það að það vantar aðhald um einstaklinga sem minna mega sín í þjóðfélaginu,“ segir Hjalti ennfremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga