fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. desember 2025 17:30

Mynd: Eyjan/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, oddviti Sósíalista í borgarstjórn, en sem ætlar að bjóða fram undir nýjum merkjum í vor, gefur stuðningsfólki sínu kost á að styrkja framboð sitt fjárhagslega með frjálsum framlögum á heimasíðu sinni. Styrktarreikningurinn er á kennitölu Sönnu sjálfrar. Er þetta nokkuð óvenjulegt, vanalega safnast framlög til styrktar pólitísku starfi inn á sérstaka reikninga.

DV fær ekki í fljótu bragði séð að þessi tilhögun sé brot á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka. Því heldur hins vegar Birna Gunnlaugsdóttir fram, sem er í kosningastjórn Sósíalistaflokksins. Birna segir á Facebook-síðu sinni:

„Dapurlegt nýtt framboð er dæmt til að deyja í fæðingu. Fjáröflun á einkareikning, sem er ólöglegt. Hafnar viðræðum um samstarf við VG og Pírata en biðlar svo til fylgis þeirra sem og Sósíalistaflokksins. Dauðdæmd strategía hönnuð til að bjarga húsnæði Samstöðvarinnar? Dómgreindin algerlega brostin hjá þessum litla óánægjuhópi og egóið augljóslega á yfirsnúningi. Þetta eru ekki stjórnmál.“

Birna tilheyrir þeim armi flokksins sem fer með völdin þar núna eftir umdeildan átakafund í vor þar sem skipt var um meðlimi í öllum stjórnum flokksins. Sanna hefur ekki sagt sig úr flokknum en hefur kallað eftir aðalfundi þar sem hún væntir þess að fyrri öfl nái aftur völdum í flokknum. Hún hefur jafnframt hvatt til þess að vinstri öfl í borginni sameinist í framboði fyrir kosningarnar í vor.

Eðlilegra að nota sérstakan reikning

DV bar söfnunartilhögun Sönnu undir Hauk Arnþórsson stjórnsýslufræðing. Hann telur eðlilegra að safna framlögum á sérstakan reikning fremur en að notast við eigin reikning:

„Um safnanir frambjóðenda til stjórnmálabaráttu gilda ákvæði 6., 7. og 11. grein laga um starfsemi stjórnmálasamtaka. Einstakir frambjóðendur mega sækja sér styrki og gilda sérstakar reglur um það sem eru bæði raktar í þessum lögum og reglum Ríkisendurskoðanda, sem eru á vef hans. Almenna reglan er hins vegar að stjórnmálasamtök veiti styrkjum móttöku. Eitt skilyrðið er að halda bókhald, annað að halda rekstrarreikning, þá skal halda skrá yfir gefendur og halda utan um hámörk. Hver og einn má ekki gefa meira en 400 þús. og frambjóðandinn má ekki safna meiru en 700 þús. í Reykjavík (misjafnt eftir stærð sveitarfélaga). Skila skal ársuppgjöri undirrituðu af löggiltum endurskoðanda til Ríkisendurskoðanda samkvæmt reglum hans. Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning.“

DV hafði samband við Sönnu í dag en hún sagðist vera upptekin og ekki hafa tíma til að ræða við fjölmiðilinn. Kom ekki fram í símtalinu hvert erindið væri. Henni var hins vegar  einnig send fyrirspurn um málið á Messenger en henni hefur ekki verið svarað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands