fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Unglingar niður í 16 ára aldur sagðir hafa fengið frían bjór í Ungliðapartý Miðflokksins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. desember 2025 16:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir 16 ára unglings, sem fór á Ungliðapartý Miðflokksins sem haldið var í Minigarðinum, föstudagskvöldið 5. desember, segir að þar hafi verið veitt gjaldfrjálst áfengi til ungmenna niður í 16 ára aldur. Sonur hans og vinir sonarins hafi verið meðal þeirra sem fengu að bragða ótæpilega á veigum í boði Miðflokksins.

Í auglýsingu fyrir viðburðinn á Tikok, sem sjá má hér neðar í fréttinni, var lögð áhersla á frían bjór og „fullt af gellum“.

Anton Sveinn Mckee er formaður Ungliðahreyfingar Miðflokksins. Hann var á umræddri samkomu og upplifði hana með allt öðrum hætti en þann sem umræddur faðir hefur eftir syni sínum. Telur hann að ungmenni niður í þennan aldur hafi ekki fengið áfengi á staðnum.

„Ég var þarna og varð ekki var við slíkt. Bæði stóðu starfsmenn Minigarðsins vaktina við afhendingu og sölu áfengis, sem og öryggisverðir. Starfsmenn Minigarðsins geta staðfest þetta. Það kom upp atvik þar sem unglingar, líklega 16-17 ára, mættu á viðburðinn með eigið áfengi og var það gert upptækt um leið og gæslan varð vör við það.“ – Segir hann að Ungliðahreyfing flokksins geri allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir áfengisneyslu fólks undir áfengiskaupaaldri á samkomum flokksins:

„Við í ungliðahreyfingu Miðflokksins erum með skýra stefnu þegar kemur að neyslu áfengis á viðburðum okkar og gerum allt til að sjá til þess að aðeins þeir sem hafa aldur til geri slíkt. Enda er ekki endanlegt markmið okkar að ungt fólk sé undir áhrifum, heldur að byggja upp ungt fólk til þess að hafa áhrif.“

DV bar þessi ummæli undir föðurinn en hann segist standa fyllilega við fullyrðingar sínar. „Ég veit hvað sonur minn sagði og hef enga ástæðu til að rengja hann. Ég veit líka í hvernig ástandi hann var þegar hann kom heim þarna um kvöldið.“

Faðirinn vill ekki koma fram undir nafni til að gæta að persónuvernd sonar síns. Hann segist ekki vera í uppnámi yfir þessu eða í einhverju mleiðangri gegn Miðflokknum. Staðreyndin sé hins vegar sú að áfengisveitingar hafi lengi tíðkast á samkomum ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna og þar sé alls ekki fyrirbyggt að gestir undir tvítugu komist í áfengi. Ekki sé nema sjálfsagt að benda á það.

Anton Sveinn bendir hins vegar á að ekkert ungmenni hafi getað fengið afgreitt áfengi á staðnum án þess að framvísa skilríkjum. Leggur hann þunga áherslu á það.

Fréttin hefur verið uppfærð

@ungir_xm

Veisla í Minigarðinum 🤯🫡🇮🇸

♬ original sound – Ungir Miðflokksmenn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands