fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. desember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta sjónvarpsauglýsing Bónus fór í loftið síðasta föstudag og hefur vakið mikla athygli meðal landsmanna. Það er þá einna helst unga og upprennandi leikkonan Lovísa Ösp Ögmundsdóttir sem stelur senunni með hispurslausri framkomu og einstökum leikhæfileikum.

Sjá einnig: Lítt þekkt ættartengsl: Bráðskemmtilega Bónusstúlkan

Lovísa fer með stórleik í auglýsingunni þar sem hún bregður sér í hlutverk bókarans og boðar foreldra sína á mikilvægan fjölskyldufund inni í herberginu sínu. Á fundinum tuskar hún foreldra sína til og brýnir fyrir þeim að þau séu búin að vera að eyða allt of miklu án þess að gera sér grein fyrir því og að eina ráðið til að bjarga ástandinu á heimilinu og spara fyrir hennar framtíð sé að versla í Bónus.

video
play-sharp-fill

„Ég er alltaf að hvetja ömmu mína og afa að versla í Bónus og spara pening,“ segir Lovísa í viðtali á bak við tjöldin og óhætt er að segja að í auglýsingunni hafi hún náð að sannfæra fleiri um það.

video
play-sharp-fill

Lovísa æfir fimleika en hefur alltaf haft gaman af leiklist. Nýlega steig hún á svið í jólapartýsýningu Skoppu og Skrítlu sem var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í nóvember. Það verður spennandi að sjá hvaða hlutverk hún bregður sér í næst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands
Hide picture