fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. desember 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands þann 10. desember yfir jarðýtustjóra sem ákærður var fyrir akstur undir áhrifum áfengis.

Ákært var vegna atviks  þann 19. júní 2024, við Elínarveg á Akranesi. Þar var maðurinn við vinnu en tilkynnt var til lögreglu að hann væri að stýra vinnutækinu undir áhrifum áfengis. Búið væri að taka af honum kveikjulátslyklana en hann neitaði að yfirgefa vinnuvélina.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir manninn sofandi inni í jarðýtunni og var áfengislykt af honum.

Blóðsýnistaka af manninum leiddi í ljós að hann var undir miklum áhrifum áfengis. Hann sagðist hafa fest vélina og vegna vonbrigða yfir því og annarra erfiðleika í lífi sínu þar á undan hafi hann tekið fram lítraflösku af vodka sem hann hafði meðferðis og klárað hana í einum teyg.

Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði ekki stýrt vinnuvélinni eftir að hann drakk áfengi heldur hafi hann bara fengið sér að drekka eftir að hann hafði fest tækið.

Framburður hans þótti ótrúverðugur og ekki í samræmi við framburð vitna. Þótti mun líklegra að hann hefði fest vélina vegna þess að hann var að vinna drukkinn á henni.

Niðurstaðan var sú að jarðýtustjórinn var sakfelldur og dæmdur til greiðslu 270 þúsunda króna sektar í ríkissjóð. Ef hann greiðir ekki þarf hann að sitja í fangelsi í 20 daga. Hann var ennfremur sviptur ökurétti í þrjú og hálft ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kemur Gyokeres til varnar
Salah snýr aftur
Fréttir
Í gær

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Í gær

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Í gær

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti