fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. desember 2025 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum ekki hrifin af þessari þróun,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda (FTT), í samtali við Morgunblaðið í dag.

Vísar hann þarna í þá ákvörðun RÚV að leita til fyrirtækis í Hollandi um gerð nýs fréttastefs.

Morgunblaðið greindi frá málinu í gær en fram kom að hollenska fyrirtækið Pure Jingles hefði verið fengið í verkið. Við það tilefni sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, að um væri að ræða sérfræðinga í faginu sem RÚV hefði áður unnið með. „Þess vegna leituðum við til þeirra,“ sagði hann.

Bragi Valdimar er ekki ánægður með þetta eins og sést glögglega í viðtalinu við hann í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta eru mikil vonbrigði. Við viljum að leita sé til íslensks tónhöfundar og það gildir sérstaklega um RÚV. Þetta er spurning um samfélagslega ábyrgð og sama gildir almennt með ríki og borg. Ekki veitir af,“ segir hann í samtali við blaðið.

Bragi reiknar með að málið verði rætt á fundi Stefs á morgun.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga