fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. desember 2025 19:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega þrítugur maður, erlendur en býr í Breiðholti í Reykjavík, hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti.

Manninum er gefið að sök hafa staðið að innflutningi á samtals 722 stk. af OxyContin 80 mg töflum, ætluðum til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærði til Íslands sem farþegi með flugi frá Varsjá í Póllandi til Keflavíkurflugvallar, falin innanklæða í nærbuxum sem hann klæddist við komuna til landsins.

Brotið var framið 18. október árið 2023.

Hann er síðan ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 1. janúar 2022 til 18. október 2023 aflað sér ávinnings að fjárhæð að lágmarki 6.487.212 krónur með sölu og dreifingu á ótilgreindu magni ávana- og fíkniefna, sem ákærði móttók á bankareikningi sínum.

Var þarna um að ræða óútskýrðar innborganir fyrir tæpar þrjár milljónir króna og reiðufjárinnlagnir fyrir rúmlega þrjár og hálfa milljón.

Ennfremur segir um peningaþvættið í ákærunni:

„Ávinning brotanna geymdi ákærði á bankareikningnum og nýtti í eigin þágu og til framfærslu sinnar en á ofangreindu tímabili tók ákærði meðal annars út 2.017.050 krónur í reiðufé, sendi 3.419.057 krónur úr landi, það er 2.541.168 krónur í gegnum Transfer Go og 877.889 krónur með erlendri greiðslu.“

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 17. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Furðar sig á sekt vegna skutls og biðar í stæði

Furðar sig á sekt vegna skutls og biðar í stæði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til íslensku þýðingarverðlaunanna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti