fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. desember 2025 16:50

Unnar Snær Guðrúnarson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnar Snær Guðrúnarson hefur í eitt ár unnið hjá lagningarfyrirtækinu Auto Park á Keflavíkurflugvelli. Síðasta mánuð segist hann hafa unnið 27 daga, 12-15 tíma á dag. Núna er hins vegar kominn 10. desember og hann hefur enn ekki fengið útborgað.

„Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir, og það versta er að ég get ekki keypt mat fyrir okkur! Er þetta fyrirtæki sem þið viljið versla hjá? Fyrirtæki sem eg lagði blóð, svita og tár í og fæ ekkert tilbaka. Ég er búinn að reyna að senda þeim skilaboð en þeim er ekki svarað, opnuð en ekkert svar, stéttarfélagið er búið að fara a eftir þeim en engin laun enþá borist.. Ég skora á eigendur að leggja inn á mig launin mín svo að ég og konan mín getum allavegan átt góð jól saman. Þetta á engin að þurfa að upplifa, hvað þá eftir að hafa verið við störf hjá sama fyrirtækinu í heilt ár.“

Auto Park kynnir sig á heimasíðu sinni sem fjölskyldufyrirtæki en forsvarsmenn þess eru Andri Már Ágústsson, Ágúst Þór Ágústsson og Þorlákur Ari Ágústsson. Er DV hringdi í fyrirtækið varð fyrir svörum ónefndur starfsmaður. Er hann var spurður hvort hann tæki við spurningum frá fjölmiðlum sagði hann að það færi eftir því hvort það færi eitthvert.

Voru þá borin undir hann skrif Unnars. „Já, ég sá þetta eitthvað áðan en þetta getur ekki passað okkar megin. En ég er bara starfsmaður á plani.“

DV spurði þá hvort hann gæti gefið upp nafn og símanúmer hjá einhverjum sem gæti svarað fyrirspurninni.

„Já, en ég efast um að hann muni ræða við þig.“

Sagðist hann síðan ætla að koma símanúmeri blaðamanns á framfæri við yfirmenn sína og þeir myndu kannski hafa samband.

„Það sem skiptir máli fyrir mig er bara að halda góð jól með konunni minni. Enginn á að þurfa að vera peningalaus um jólin,“ segir Unnar við DV og er mjög áhyggjufullur yfir stöðunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Eins og úr hryllingsmynd“

„Eins og úr hryllingsmynd“
Fréttir
Í gær

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Í gær

Tölvuárás á Grundarheimilin

Tölvuárás á Grundarheimilin