fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Pressan
Mánudaginn 15. desember 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk skemmtiferðaskips Royal Caribbean er sagt hafa komið líki 35 ára farþega fyrir í kæli og haldið ferðinni áfram eftir að farþeginn lést í kjölfar langrar drykkju og átaka við öryggisverði um borð. Aðstandendur mannsins hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu.

Michael Virgil, 35 ára faðir frá Kaliforníu, fékk afgreidda 33 drykki á einum degi á bar skipsins þegar hann lést í desember 2024.

Þegar Michael hafði innbyrt meira magn áfengis en heilbrigt getur talist fór hann að haga sér illa og höfðu öryggisverðir í skipinu loks afskipti af honum vegna ofdrykkju. Hann streittist á móti en var yfirbugaður og lést skömmu síðar eftir að hafa farið í öndunarstopp.

Michael var á ferðalagi með unnustu sinni, Connie Aguilar, og sjö ára syni þeirra sem er á einhverfurófi.

Lögmaður fjölskyldunnar, Kevin Haynes, segir í samtali við New York Post að Connie hafi beðið forsvarsmenn skipsins að snúa aftur til hafnar í Long Beach eftir áfallið. Því var neitað og var líki Michaels komið fyrir í kæli og hélt það siglingu sinni áfram eins og ekkert hefði í skorist. „Þau settu Michael í kæli og héldu ferðinni áfram í marga daga,“ segir Kevin.

Virgil er sagður hafa misst stjórn á sér þegar hann yfirgaf bar skipsins og fann ekki herbergið sitt. Er hann sagður hafa sýnt starfsfólki og farþegum um borð ofbeldisfulla tilburði og hótað þeim lífláti.

Öryggisverðir um borð yfirbuguðu hann og notuðu meðal annars piparúða, en í stefnu fjölskyldunnar kemur einnig fram að honum hafi verið gefið róandi lyf, halóperídól. Þá var honum niðri í að minnsta kosti þrjár mínútur af nokkrum öryggisvörðum sem lögðu líkamsþunga sinn á hann.

Krufning leiddi í ljós að Michael lést af völdum súrefnisskorts, skertri öndun, öndunarbilunar, hjarta- og æðabilunar og að lokum hjartastopps. Halda aðstandendur hans því fram að um hafi verið að ræða manndráp.

Haynes líkti dauða föðurins við dauða George Floyd. „Allir muna þá hörmulegu sögu um George Floyd og þetta er svipað að því leyti að þeir héldu einstaklingi föstum gegn vilja hans, bundu hann og komu í veg fyrir að hann gæti andað,“ segir lögmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf