

Danskur námsmaður gaf sæði til Evrópska sæðisbankans í Kaupmannahöfn árið 2005 og síðan þá hafa 197 börn verið getin með sæði hans, þar með talið á Íslandi. Árið 2023 kom í ljós að gjafinn er með sjaldgæfa genastökkbreytingu sem veldur mikilli hættu á krabbameini. Frá þessu greinir RÚV sem hefur í samstarfi við rannsóknarblaðamenn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í 14 löndum rakið útbreiðslu sæðisins. Gjafinn kallast Kjeld og mál hans teygir sig um alla Evrópu, enda hefur sæði hans verið sent til 67 frjósemisstofa í 14 löndum, þar með talið til Íslands.
Börnin eru orðin minnst 197 og þurfa nú öll að undirgangast genarannsókn. Hafi börnin erft stökkbreytinguna eru yfirgnæfandi líkur á að þau fái krabbamein á lífsleiðinni og eignist þau sjálf börn eru um 50 prósent líkur á að börn þeirra erfi stökkbreytinguna. Ekki hefur tekist að ná í allar fjölskyldur sem málið varðar en að sögn BBC sem fjallar líka um málið hafa 23 barnana greinst með stökkbreytinguna og 10 þeirra hafa þegar greinst með krabbamein og einhver hafa þegar látið lífið.
Nánar verður fjallað um málið í Kastljósi í kvöld.