fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. desember 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það vorar snemma á aðventunni,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Þar birti hann skjáskot af vef Alþingis þar sem sjá mátti mælendaskrá vegna annarrar umræðu frumvarps um kílómetragjald á ökutæki.

Málið var til umræðu á Alþingi stóran hluta dagsins í gær en í frétt RÚV í morgun kom fram að umræðum hefði verið frestað um miðnæturbil, en þá biðu 17 þingmenn eftir að taka til máls um frumvarpið.

Fallegt myndefni á aðventunni

Eins og við var að búast höfðu þingmenn stjórnarandstöðunnar mikið að segja um frumvarpið. Í skjáskotinu sem Sigmar birti mátti sjá nöfn alls nítján þingmanna – langflestir þeirra voru úr röðum stjórnarandstöðunnar – en ljóst er að margir þeirra komust ekki að í umræðunum í gærkvöldi.

Færsla Sigmars vakti talsverða athygli og gengu skotin á milli.

„Hér er enn og aftur verið að hækka skatta. Mega lýðræðislega kjörnir þingmenn ekki tala gegn því í púlti Alþingis,“ spurði Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaður, ráðgjafi og eigandi hlaðvarpsmiðilsins Þjóðmála, undir færslu Sigmars. Því svaraði Sigmar með dassi af kaldhæðni.

„Má lýðræðislega kjörinn fulltrúi ekki deila fallegu myndefni á aðventunni? Ég gef mér að þú hafir verið brjálaður yfir kílómetragjaldinu þegar þitt fólk reyndi að koma því á.“

„Það er enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins. En já, ég gagnrýndi þá skattahækkun eins og aðrar – eins og reglulega hefur komið fram,“ svaraði Gísli og Sigmar brást við með því að segja að hann væri þá samkvæmari sjálfum sér en margir aðrir. „Sem er vel,“ bætti hann við.

Bubbi vill ekki sjá kílómetragjaldið

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason lagði orð í belg og beindi þeim til Gísla Freys.

„Á sama tíma vill fólk fá Sundabraut og jarðgöng fram og til baka út um allt land. Og líka að vegirnir séu ekki slitnir eða holóttir. Það verður ekki bæði haldið og sleppt.“

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að það ætti ekki að koma meirihlutanum á óvart að margir vildu tjá sig um málið. „Það var nú búið að láta ykkur vita að þetta mál yrði töluvert rætt í þingsal.“

Því svaraði Sigmar svona: „Hárrétt. Það var vitað. Þetta er bara svo falleg og vel mönnuð mælendaskrá að mér fannst rétt að deila henni með vinum mínum á FB. Það má jafnvel kalla þetta jólaglaðning.“ Hann bætti svo við: „Ingibjörg Isaksen. Það er rými fyrir fleiri á mælendaskrá. Fjarvera þín öskrar á mig.“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens tjáði sig einnig undir færslu Sigmars og hann er enginn aðdáandi kílómetragjaldsins. „Kílómetra gjaldið er aðför að almenningi því miður vanhugsað klúður,“ sagði hann án þess að útskýra það nánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
Fréttir
Í gær

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar