fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. desember 2025 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af þekktustu lögmönnum landsins Ragnar Halldór Hall hefur lagt inn málflutningsréttindi sín og virðist því hættur í lögmennsku eftir langan feril. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra sendi frá sér tilkynningu þessa efnis, 8. desember síðastliðinn, og er hún birt í Lögbirtingablaðinu í dag en Ragnar varð einmitt 77 ára 8.desember.

Ragnar hefur komið í störfum sínum að mörgum umfangsmiklum og þekktum málum, síðustu áratugi. Þar má nefna t.d. Hafskipsmálið á níunda áratug síðustu aldar þegar samnefnt skipafélag varð gjaldþrota og forsvarsmenn þess dregnir fyrir dóm en að því máli kom hann þó ekki sem lögmaður heldur sem skiptaráðandi en hann sneri sér ekki að lögmennsku fyrr en síðar.

Einnig kom hann að Baugsmálinu en í því máli voru forsvarsmenn samnefnds fyrirtækis ákærðir en meðal þeirra sem hlutu dóm í málinu var Jón Ásgeir Jóhannesson. Samkvæmt umfjöllun fjölmiðla á þessum tíma var Ragnar lögmaður fyrirtækisins sjálfs en ekki sakborninga.

Eftir hrunið 2008 var hann meðal verjenda í Al-Thani málinu þar sem forsvarsmenn Kaupþings voru sakfelldir fyrir ýmist markaðsmisnotkun eða umboðssvik. Ragnar mun þó hafa sagt sig frá málinu áður en því lauk.

Öll þessi mál vöktu mikla athygli og var töluvert fjallað um þau í fjölmiðlum en svo virðist sem að aðkoma Ragnars að slíkum málum verði ekki endurtekin.

Fréttin hefur verið uppfærð og leiðrétt en skilja mátti fyrri útgáfu fréttarinnar þannig að Ragnar hafi verið lögmaður í Hafskipsmálinu og þar var ranglega fullyrt að hann hefði verið meðal verjenda sakborninga í Baugsmálinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“

Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var neitað um örorkulífeyri því að Úkraínumenn teljast ekki eiginlegir flóttamenn á Íslandi

Var neitað um örorkulífeyri því að Úkraínumenn teljast ekki eiginlegir flóttamenn á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ungur maður á Akranesi handtekinn í nótt, grunaður um nauðgun – Sótti stúlku til Hafnarfjarðar

Ungur maður á Akranesi handtekinn í nótt, grunaður um nauðgun – Sótti stúlku til Hafnarfjarðar
Fréttir
Í gær

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins