fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026

Pressan
Föstudaginn 26. desember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1555 var bókin „Les Propheties“ gefin út í Frakklandi. Höfundur hennar var franski stjörnufræðingurinn og læknirinn Nostradamus sem hefur á síðari tímum verið talinn ansi forspár um framtíðina, að minnsta kosti telja sumir það en aðrir eru fullir efasemda.

Þrátt fyrir að hann hafi verið látinn öldum saman trúa margir því að Nostradamus hafi spáð fyrir um dauða Díönu prinsessu, uppgangi Hitlers og árásunum 11. september 2001.

Bókin er sett saman af 942 ljóðum sem innihalda spádóma um framtíðina að margra mati. En ljóðin eru ekki skrifuð þannig að hægt sé að lesa beint úr þeim hvað hann á við, það þarf að túlka þau og það telja ýmsir sig geta gert. Vitað er að biblíutextar höfðu mikil áhrif á Nostradamus og reynsla hans af hungursneyð sömuleiðis.

Sumir telja að spár hans fyrir árið 2025 hafi ræst – sumar að minnsta kosti. Þar á meðal spádómur um „stórflóð“ sem sumir segja að hafi gengið eftir þegar fellibylurinn Melissa reið yfir Jamaíku í lok október og heimili margra fóru á bólakaf. Þá urðu Haítí og Kúba einnig illa úti og létust tugir í hamförunum.

Að því er fram kemur á vef Unilad telja sumir að hann hafi séð árið 2026 í heldur neikvæðu ljósi. Og þeir sem túlka verk Nostradamusar segja að ekkert lát verði á náttúruhamförum og þá verði ekki stigin stór skref í átt að friði í heiminum.

Að sögn Unilad segir í einum af textabálkum spámannsins að „mikill býflugnasveimur“ muni rísa. Túlkendur segja að þetta séu ekki býflugur í eiginlegum skilningi heldur gætu býflugarnar verið tákn um vald og vísað til pólitískra leiðtoga.

Sumir álíta að þarna sé átt við Donald Trump og Vladimir Pútín og að báðir gætu átt sigurför í vændum árið 2026.

Í öðrum textabálki segir Nostradamus að „blóðið muni flæða“ í Ticino, en Ticino er syðsta kantóna Sviss. Í umfjöllun Unilad segir að þegar hann nefnir svæði með nafni hafi það þótt benda til mögulegra átaka í Evrópu, en Ticino liggur að Ítalíu.

Þá er bent á að hann tali um hinn rómverska guð hernaðar, Mars, og telja sumir að þetta sé önnur vísbending um átök árið 2026. „Þrír eldar rísa úr austri á meðan vestrið tapar birtunni í þögn,” segir hann og túlka sumir þetta þannig að þetta bendi til einhvers konar átaka eða árekstra á milli Vestur-Evrópu og Asíu.

Það er því ekki bjart fram undan á árinu 2026 ef spádómar Nostradamusar rætast, eða öllu heldur túlkanir á spádómum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu

Sauð upp úr á bardaga Jake Paul: UFC-kappi slóst við föruneyti YouTube-stjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta