fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. desember 2025 09:30

Gísli Kr. Björnsson héraðsdómslögmaður er fyrrverandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Mynd-Sjálfstæðisflokkurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert hefur verið rætt og ritað um erfðafjárskatt hér á landi að undanförnu og er það ekki síst vegna breytinga á lögum sem stóð til að gera.

Gísli Kr. Björnsson, lögmaður og fyrrverandi formaður Varðar, skrifar grein í Morgunblaðið þar sem hann varpar fram hugmynd um breytingar sem gætu nýst unga fólkinu við að koma sér þaki yfir höfuðið.

Gísli segir í grein sinni að þær breytingar sem stóð til að gera hafi verið flóknar, illskiljanlegar og eingöngu til þess fallnar að gera óréttlátan skatt enn óréttlátari.

„Sem betur fer dró fjármálaráðherrann þessar hugmyndir til baka eftir að þær höfðu sætt mikilli gagnrýni, enda voru þær lítið annað en óráðsía. Það er auðvitað ágætt að stjórnmálamenn reyni sitt til að auka tekjur ríkisins. Það er samt ekki aðalhlutverkið, heldur er það að spara útgjöld þess.“

Gísli veltir fyrir sér hvernig auka megi þátttöku ríkisins í því málefni sem brennur einna mest á þjóðinni, ekki síst unga fólkinu sem vill fara að komast að heiman og byggja upp eigið líf. Á hann við fasteignakaup ungs fólks og möguleika þeirra til þess.

„Í þeim hugmyndum hefur flokkur Ingu Sæland helst sótt það fast að fá að stórauka útgjöld ríkissjóðs, í stað þess að spara þau, en samtímis auka möguleikann á því að ungt fólk komist á fasteignamarkaðinn. Breyting á lögum um erfðafjárskatt sem fæli í sér afslátt eða fulla eftirgjöf af erfðafjárskatti sem nýttur er til íbúðakaupa, ekki síst fyrir unga kaupendur, yrði slíkur hvati,“ segir Gísli.

Hann segir að þannig gæti skapast svigrúm fyrir marga sem aldurs vegna vilja minnka við sig húsnæði til að selja stórar eignir og kaupa sér minni, deila út fyrirframgreiddum arfi til barna sinna, barnabarna eða annarra, til dæmis með bréfarfi sem erfingjarnir geta þá nýtt til fasteignakaupa í heilu lagi.

„Að öðrum kosti greiða þeir erfðafjárskatt af þessum fyrirframgreidda arfi. Lítið vandamál yrði fyrir fasteignasala, lánastofnanir, eftirlitsaðila og þinglýsingarstjóra að samræma kerfi sem tyggir að hinn fyrirframgreiddi arfur rati inn í fasteignakaupin, og komi því ekki til skatts,“ segir hann.

Gísli segir að stjórnmálamönnum meirihlutans á Alþingi beri skylda til að einfalda líf fólks en ekki flækja það.

„Þeim ber sömuleiðis skylda til að spara kostnað ríkissjóðs, en ekki auka hann. Þannig getur tekjuaukning farið í að greiða skuldir ríkisins, en ekki í nýja útgjaldaliði í boði Ingu Sæland. Stjórnmálamönnum ber nefnilega skylda til að leiða og skapa, en ekki skapa leiða, svo vitnað sé í góðan fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins. Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi: Losa um fjármagn til fasteignakaupa og koma nýjum kaupendum að á fasteignamarkaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð