fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Pressan
Mánudaginn 8. desember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægrisinnaði áhrifavaldurinn Tim Pool segir að skotið hafi verið á heimili hans á föstudaginn. Skotin komu frá bíl sem var ekið nærri heimili hans. Engan sakaði en Pool segist sleginn og að öryggisteymi hans sé nú að fara yfir atvikið og muni tilkynna til lögreglu.

Pool greinir frá þessu á X og taldi hann fyrst að skotunum hafi ætlað að hræða hann frekar en skaða. „Við erum með öryggishlið og vopnaða verði svo mögulega kom þetta í veg fyrir eitthvað alvarlegra.“

Pool er með milljónir fylgjenda og heldur úti vinsælu hlaðvarpi, Menningarstríðin (e. The Culture War Podcast). Hann starfaði einnig um tíma sem blaðamaður hjá Vice. Pool vakti athygli í fyrra eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið ákærði tvo starfsmenn rússneska miðilsins Russia Today fyrir meinta áróðursherferð. Samkvæmt ákæru hafði miðillinn varið milljörðum í að fá þekkta áhrifavalda til að dreifa rússneskum áróðri, þar með talið Pool. Áhrifavaldurinn birti yfirlýsingu í september í fyrra þar sem hann gekkst við því að hafa dreift áróðri en sagðist þó hafa verið blekktur. Hann væri því þolandi í málinu.

Netverjar skiptast í fylkingar. Sumir telja að Tim Pool sé að ljúga um skotárásina til að afla sér fleiri fylgjenda. Aðrir telja að þarna hafi einhver verið að hefna fyrir nýlegan hlaðvarpsþátt þar sem breski áhrifavaldurinn Mili Yiannopoulis fullyrti að þekktir hægri-áhrifavaldar væru samkynhneigðir, þar með talið Charlie Kirk sem var skotinn til bana í september. Yiannopoulis hélt því fram að Kirk hafi verið við það að skilja við eiginkonu sína vegna kynhneigðar sinnar og einnig hélt hann því fram að annar þekktur hægriáhrifavaldur, Benny Johnson, væri samkynhneigður. Sjálfur lýsti Yiannopoulos því yfir að hann væri ekki lengur samkynhneigður í viðtali árið 2021 og að hann og eiginmaður hans væru nú aðeins herbergisfélagar.

Þátturinn hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Aðdáendur Charlie Kirk eru bálreiðir og segja þetta vanvirðingu við minningu hans. Benny Johnson var sármóðgaður og íhugaði meiðyrðamál en greindi svo frá því í gær að Pool hefði beðið hann afsökunar.

Enn aðrir halda því þó fram að Tim Pool hafi stofnað sjálfum sér í hættu fyrir að draga samsæriskenningar áhrifavaldsins Candace Owens í efa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun