fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Pressan
Föstudaginn 5. desember 2025 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska ríkisstjórnin hefur lagt til að stjórnarskrá landsins verði breytt svo hægt sé að svipta leiðtoga glæpahópa ríkisborgararétti.

Þessi tillaga gengur lengra en sú sem lögð var fram af nefnd sem var skipuð þvert á flokka í janúar á þessu ári en þar var lagt til að heimild yrði að svipta einstaklinga, með tvöfaldan ríkisborgararétt, sænsku vegabréfi gerist það sekt um njósnir eða landráð.

„Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ganga lengra en tillögur nefndarinnar kváðu á um til að gera það mögulegt að afturkalla ríkisborgararétt til dæmis í tilfellum leiðtoga glæpahópa sem eru sekir um að valda verulegu samfélagslegu tjóni,“ sagði Gunnar Strommer á blaðamannafundi í dag.

Svíþjóð hefur undanfarinn áratug glímt við faraldur ofbeldis vegna skipulagðrar brotastarfsemi. Frumvarp til stjórnarskrárbreytinga var lagt fram í dag en verði það samþykkt tekur breytingin þó ekki gildi strax því líkt og á Íslandi þarf að boða til nýrra kosninga og nýtt þing þarf svo að staðfesta breytinguna.

Þingkosningar fara fram í Svíþjóð á næsta ári.

CNN greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun