fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Brotamenn fyrir norðan lögðu fé inn á albanska bankareikninga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. desember 2025 21:30

Héraðsdómur Norðurlands eystra. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært þrjá karlmenn, einn fyrir fíkniefnalagabrot og peningaþvætti og hina tvo fyrir peningaþvætti.

Einn mannanna er fæddur árið 2001, hann er frá Albaníu en bjó á Akureyri þegar hann var handtekinn 8. febrúar á þessu ári, en á dvalarstað hans á Akureyri fundust tæplega 75 g af amfetamíni, rúmlega 35 g af kókaíni og 116 g af maríhúana. Er hann sagður hafa ætlað að selja efnin.

Hann er síðan ákærður fyrir að hafa aflað sér ávinnings með sölu á fíkniefnum eða öðrum refsiverðum brotum að fjárhæð 1.177.000 kr. en megnið af peningunum afhenti hann tveimur meðákærðum mönnum og fékk þá til að leggja þá inn á bankareikninga sína og síðan millifæra peningana yfir á albanska reikninga.

Annar sakborninganna er Íslendingur, fæddur árið 2004 og er skráður til heimilis á Norðurlandi. Hann er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa í þrjú skipti tekið við íslenskum peningaseðlum, meðal annars frá áðurnefnda sakborningnum, lagt peningana inn á eigin bankareikninga og millifært þá síðan yfir á albanska reikninga. Samtals er hann sagður hafa fært tæplega 1,5 milljónir króna, eða rúmlega 10 þúsund evrur, úr landi og inn albanska bankareikninga. Segir að þetta hafi verið ávinningur af fíkniefnasölu eða öðrum refsiverðum brotum. Fyrir þetta viðvik fékk ákærði 40.000 krónur í þóknun.

Þriðji maðurinn langelstur

Þriðji ákærði maðurinn ber engilsaxneskt nafn, er skráður til heimilis í Dalvíkurbyggð og er langelstur mannanna, eða tæplega fimmtugur. Hann er sakaður um að hafa tekið við 500 þúsund krónum af fyrstnefnda sakborningnum, lagt peningana inn á eigin bankareikning og síðan millifært sömu upphæð inn á albanskan bankareikning. Segir í ákæru að þessir peningar hafi verið afrakstur af fíkniefnasölu og hafi ákærða mátt vera ljóst hvernig peningarnir voru tilkomnir.

Ekki hefur tekist að birta albanska sakborningnum ákæruna og er hún því birt í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri þann 7. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“