fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Magnús tók fundi annars staðar en vissi innst inni hvað hann ætti að gera – „Það tókst ekki og þá tók maður smá tíma í að melta þetta“

433
Sunnudaginn 7. desember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Már Einarsson, þjálfari karlaliðs Aftureldingar, mætti til Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.

Magnús skrifaði undir nýjan samning við Aftureldingu eftir tímabil, þar sem liðið féll úr Bestu deildinni sem nýliði. Hann hefur gert frábæra hluti undanfarin ár, kom liðinu upp í fyrsta sinn og var áhugi á honum annars staðar frá.

video
play-sharp-fill

„Í fyrsta skiptið síðan 2021 varð ég samningslaus að hausti. Ég vildi bíða og sjá í hvaða deild við yrðum áður en ég skrifaði undir nýjan samning. Ég var sannfærður um það til klukkan fjögur 25. október að við myndum halda okkur uppi. Ég hafði alltaf trú á því og ætlaði að stýra liðinu áfram í Bestu deildinni.

Það tókst ekki og þá tók maður smá tíma í að melta þetta. Ég fékk símtöl annars staðar frá, sem var bara gaman. Ég tók mér nokkra daga í að hugsa málið, fór erlendis og komst að því að besta niðurstaðan væri að vera áfram. Við erum með það góðan grunn í Mosfellsbænum upp á að gera enn betri hluti. Mig langaði að taka stærri skref hér, mér þykir ótrúlega vænt um fólkið hér og finn eldmóð fyrir að gera betur,“ sagði Magnús, en kom til greina að fara annað?

„Ég fór á einhverja fundi og það var bara gaman. Ég er þakklátur fyrir að það hafi verið heyrt í mér og það eru flottir hlutir í gangi annars staðar,“ sagði hann enn fremur.

Nánar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“

Carragher sendir frá sér afsökunarbeiðni – „En þú þarft að haga þér“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja

Allt undir hjá Blikum á morgun – Þetta hafa veðbankar að segja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“
Hide picture