fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum

Pressan
Mánudaginn 8. desember 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknarar í Austurríki hafi ákært 36 ára karlmann fyrir manndráp af gáleysi eftir að hann skildi 33 ára kærustu sína eftir á hæsta fjalli Austurríkis.

Það var í janúar sem parið fór í hina krefjandi göngu upp á Grossglockner, tæplega 3.800 metra hátt fjall í Ölpunum.

Þegar parið var skammt frá toppnum örmagnaðist konan og treysti sér hvorki til að halda áfram né fara til baka. Maðurinn ákvað að skilja hana eftir til að sækja hjálp og barst hún rúmum sex klukkustundum síðar. Þegar viðbragðsaðilar komu að henni var hún látin vegna kulda.

Saksóknarar hafa nú gefið út ákæru í málinu og gæti kærastinn átt þriggja ára fangelsi yfir höfði sér.

Að sögn saksóknaraembættisins í Austurríki var konan með mjög litla reynslu af krefjandi fjallgöngum, ólíkt kærasta sínum sem hafði margoft farið í slíkar ferðir.

Er maðurinn sagt hafa gert mörg afdrifarík mistök í göngunni, til dæmis lagt of seint af stað í gönguna auk þess að vera ekki með nauðsynlegan neyðarútbúnað með sér. Þá kom hann kærustu sinni ekki fyrir í skjóli fyrir vindum á fjallinu á meðan hann fór og sótti hjálp.

Segja saksóknarar að maðurinn hafi átt að átta sig fyrr á því í hvað stefndi og snúa við. Réttarhöld yfir manninum hefjast í Innsbruck þann 19. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun