fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Framúrskarandi lokaverkefni með áherslu á fatlað fólk verðlaunuð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. desember 2025 19:38

Verðlaunahafar ásamt formanni ÖBÍ. Frá vinstri: Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, Alma Ýr Ingólfsdóttir, Sara Stefánsdóttir. Mynd: Ruth Ásgeirsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÖBÍ réttindasamtök veittu í dag tvenn verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni til meistara- og doktorsgráðu með áherslu á fatlað fólk og/eða fötlunarfræði. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt en kallað var eftir tilnefningum frá öllum háskólum landsins.

Verðlaunin voru veitt í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember í Mannréttindahúsinu. Rannveig Traustadóttir, prófessor emerita í fötlunarfræðum við HÍ og formaður dómnefndar, kynnti verðlaunahafa og Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, afhenti viðurkenningarskjöl.

„Það er okkur mikill heiður að afhenda þessi verðlaun á þessum degi. Við vonum að það muni hafa þau áhrif að fleiri vilji skoða mál fatlaðs fólks þegar til lokaritgerða kemur. Með því að hafa áhrif á fræðasamfélagið virkjum við enn frekar réttindabaráttuna,“ sagði Alma Ýr við afhendinguna.

Verðlaunahafar 2025

Framúrskarandi doktorsritgerð

Verðlaun fyrir framúrskarandi doktorsritgerð fær Sara Stefánsdóttir fyrir doktorsritgerð í fötlunarfræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Heiti ritgerðarinnar er „Glíma seinfærra foreldra við kerfislægar hindranir út frá réttindamiðaðri nálgun. / Parents with Intellectual Disabilities Negotiating Systemic Challenges through a Rights Based Approach.“ Leiðbeinendur voru prófessorarnir Hanna Björg Sigurjónsdóttir og James Gordon Rice.

Umsögn dómnefndar

Doktorsritgerðin varpar ljósi á þann hóp fatlaðra foreldra hér á landi sem er í hve mestri áhættu á að missa forsjá barna sinna. Sá hópur sem hér um ræðir eru seinfærir foreldrar en fram til þessa hafa málefni þeirra verið flestum ósýnileg. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að seinfærir foreldrar geti alið upp og hugsað um börn sín, fái þeir til þess viðeigandi stuðning, þá mæta þeir fjölmörgum hindrunum í uppeldishlutverkinu, meðal annars óviðeigandi stuðningi sem leiðir til þess að hátt hlutfall þeirra missir forsjá barna sinna. Í ritgerðinni er áhersla á sjónarhorn og raddir seinfærra foreldra sjálfra en rannsóknin dregur jafnframt upp heildstæða mynd sem byggir á fjölbreyttum gögnum og viðtölum við alla helstu aðila sem koma að málum þessara fjölskyldna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þrátt fyrir aukna áherslu á mannréttindi fatlaðs fólks, ekki síst vegna ákvæða samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, hefur það ekki dugað til að ryðja út samfélagslegum og kerfislægum hindrunum þegar kemur að seinfærum foreldrum. Í ritgerðinni er bent á brýna þörf fyrir heildstæða stefnu, aukna vitund og meiri þekkingu innan þeirra kerfa sem þessir foreldrar leita til, ekki síst innan barnaverndar. Jafnframt er kallað eftir stuðningi sem byggir á samvinnu og réttindamiðaðri nálgun til að tryggja réttláta meðferð og samræmdan og viðeigandi stuðning við seinfæra foreldra.

Framúrskarandi mastersritgerð

Verðlaun fyrir framúrskarandi meistararitgerð fær Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir fyrir meistararitgerð við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst.

Heiti ritgerðarinnar er „Allir eiga að vera mega hressir og með brennandi áhuga“. Kröfur um samskiptahæfni í atvinnuauglýsingum og upplifun einhverfra einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði. Leiðbeinandi er Prófessor Arney Einarsdóttir.

Umsögn dómnefndar

Ritgerðin rýnir í orsakir þess að einhverfir einstaklingar standa frekar utan vinnumarkaðar en annað fatlað fólk og sjónum beint að því hvort og þá hvaða áhrif kröfur um samskiptahæfni í atvinnuauglýsingum hefðu á þessa stöðu. Svara var leitað með rannsókn þar sem talað var við sex einhverfa einstaklinga á vinnualdri. Jafnframt var atvinnuauglýsingum safnað yfir ákveðið tímabil. Niðurstöður viðtala við einhverfa atvinnuleitendur leiddu í ljós að flest þeirra nefndu að ríkar kröfur um samskiptahæfni væri ein helsta hindrun þeirra á vinnumarkaði. Greining á atvinnuauglýsingum gaf til kynna að kröfur um samskiptahæfni eru gerðar fyrir mikinn meirihluta starfa. Jafnframt kom fram að opinberar stofnanir gerðu ríkari kröfur um samskiptahæfni en fyrirtæki í einkageiranum. Af rannsókninni má draga þann lærdóm að mögulega séu gerðar of ríkar kröfur um samskiptahæfni fyrir störf á íslenskum vinnumarkaði, jafnvel starfa sem ekki krefjast slíkrar hæfni. Raunhæfari starfagreiningar og hæfniskröfur gætu stuðlað að aukinni atvinnuþátttöku einhverfra einstaklinga og þar með auknum fjölbreytileika og inngildingu á íslenskum vinnumarkaði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast