fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Hlaut áverka við húsbrot á hóteli og handtekinn í kjölfarið – Krafði ríkið um bætur 5 árum seinna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. desember 2025 19:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður stefndi íslenska ríkinu og krafðist bóta að fjárhæð 400 þúsund krónur auk vaxta og málskostnaðar vegna handtöku árið 2020.

Maðurinn var handtekinn kl. 6.45 árið2020 á hóteli í Reykjavík, en í dómi héraðsdóms Reykjavíkur hafa bæði dagsetning og hótelið sem um ræðir verið þurrkuð út. Lögreglafékk tilkynningu um árásarboð frá hótelinu og lögreglurannsókn á hendur manninum varðaði húsbrot og líkamsárás. Maðurinn var leystur úr haldi sama dag klukkan 12:30 eftir að hafa neitað sök í skýrslutöku, var hann þannig í haldi lögreglu í 5 klukkustundir og 45 mínútur.

Mætti á hótelið til að sækja kærustu sína

Í stefnu segir karlmaðurinn að hann hafi komið á hótelið til að sækja kærustu sína. Þau hefðu verið í símasamskiptum um nóttina og hún hafi dvalið á hótelinu ásamt karlmanni nefndur B og annarri konu í hótelherbergi þessa nótt. Karlmaðurinn segir að þegar hann hafi komið inn á hótelherbergið hafi B ráðist á hann og lamið hann með kaffikönnu í höfuðið. Stefnandi hafi einungis reynt að verja sig og áverkar á B hafi því verið minniháttar.

Í lögregluskýrslu kom fram að þegar lögregla kom  á hótelið hafi B verið í afgreiðslu hótelsins, ber að ofan. Þá hafi tveir menn, annar þeirra stefnandi, komið með lyftu niður í afgreiðsluna. Þeir hafi verið í annarlegu ástandi og stefnandi verið blóðugur á höfði. Þá hafi komið þar að kona með blóðkám í andliti og hún hafi bæði verið í annarlegu ástandi og í nokkru uppnámi, hún hafi grátið og átt erfitt með að tjá sig.

Fleiri lögreglumenn komu á vettvang, alls áhafnir þriggja lögreglubifreiða, auk sjúkrabifreiðar. Karlmaðurinn neitaði að vera fluttur á sjúkrahús og undirritaði eyðublað þar að lútandi.

Smávægilegir áverkar hafi verið á karlmanninum B. Óreiða hafi verið í herberginu og blóðdropar á víð og dreif um gólfið, á sængurfötum og spegli og glerbrot af bjórflöskum og brot úr plasti af raftæki, líklegast af botni hraðsuðuketils.

Í skýrslu lögreglu kom fram að enginn þeirra einstaklinga sem voru á staðnum sagðist vita hvernig karlmaðurinn hefði fengið áverkana á höfði. Kærasta hans sagðist ekki muna hvað hefði gengið á en sagði að hún ætti erfitt með að slíta sambandi þeirra. Karlmaðurinn bar því síðan vð að karlmaður B hefði „neglt í hausinn“ á sér um leið og hann kom inn í herbergið, það vildi hann kæra og fá bætur. Ekkert áverkavottorð vegna áverka stefnanda barst lögreglu og karlmaðurinnmætti ekki í bókaðan tíma í kærumóttöku og lagði aldrei fram kæru.

Mál gegn manninum, sem rannsökuð voru með tilliti til húsbrots, líkamsárásar samkvæmt 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og stórfelldrar líkamsárásar samkvæmt 2. mgr. 218. gr. sömu laga voru felld niður með formlegum hætti 20. nóvember 2020.

Krafðist bóta tæpum fjórum árum seinna

Tæpum fjórum árum síðar krafðist maður bóta vegna handtökunnar með bréfi lögmanns hans  til embættis ríkislögmanns, dags. 30. ágúst 2024. Ríkislögmaður hafnaði bótakröfunni með bréfi dags. 23. janúar 2025. Manninum var veitt gjafsókn 13. maí 2025 og höfðaði mál til bótagreiðslu, 200 þúsund kronur vegna handtökunnar og lengdar hennar og 200 þúsund krónur í miskabætur, þar sem í óþarfa harðræði lögreglunnar hafi falist ólögmæt meingerð gagnvart frelsi og persónu hans.

Stefndi, íslenska ríkið, mótmælti öllum kröfum. Fullt tilefni hafi verið til handtöku mannsins og handtakan hafi uppfyllt lagaskilyrði. Rökstuddur grunur hafi verið uppi um að stefnandi hefði veist að öðrum einstaklingi og gerst sekur um húsbrot. Sjúkrabifreið hafi komið á vettvang og hlynnt hafi verið að manninum, sem hafi afþakkað að vera fluttur á sjúkrahús. Lögregla hafi ítrekað í kjölfarið reynt að ná í manninn hvort hann hefði leitað til læknis, hann hafi ekki mætt í kærumóttöku eða lagt fram kæru.

Taldi íslenska ríkið því blasa við að karlmaðurinn hafi bæði valdið og stuðlað sjálfur að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfur sínar á. Með því hafi hann fyrirgert rétti sínum til bóta fyrir að hafa sætt handtöku og því beri að sýkna ríkið af öllum kröfum mannsins.

Fékk gjafsókn og stefndi ríkinu

Maðurinn sótti um gjafsókn og fékk og stefndi ríkinu fyrir dómi

Lögreglumaður sem fyrstur kom á vettvang bar vitni fyrir dómi. Þó að lögreglumaðurinn myndi ekki glöggt atvik málsins í einstökum atriðum, nú fimm og hálfu ári síðar, mundi hann eftir útkallinu og aðkomunni á vettvangi. Taldi hann að þörf hefði verið á að handtaka stefnanda og það hafa verið í samræmi við verklag í heimilis- ofbeldismálum og að þurft hafi að vista hann í fangageymslu vegna ástands hans.

Dómari taldi lagaskilyrði hafa verið uppfyllt til að handtaka manninn, og þar sem hann hafi verið áberandi ölvaður og óviðræðuhæfur þar til skýrsla var tekin af honum um hádegisbil væri ekki fallist á að maðurinn hefði verið lengur í haldi lögreglu en þörf hefði verið á.

Karlmaðurinn kaus að gefa ekki skýrslu fyrir dómi og taldi dómari hann ekki hafa sýnt fram á tjón vegna handtökunnar. Þar sem handtakan var lögmæt taldi dómari skilyrði til bótagreiðslu ekki uppfyllt.

Var því íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Gjafsóknarkostnaður mannsins, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans að fjárhæð 540 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Banaslys í Mosfellsbæ