fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Pressan
Laugardaginn 6. desember 2025 07:30

Höfuðpaurinn í málinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Sydney í Ástralíu handtók í vikunni fjóra karlmenn sem grunaðir eru um vörslu og dreifingu á barnaníðsefni. Um var að ræða sérstaklega ógeðfellt efni sem meðal annars sýndi pyntingar á börnum og kynferðislega misnotkun á dýrum.

Talið er að höfuðpaur hringsins sé hinn 26 ára gamli Landon Germanotta-Mills, að því er segir í frétt AP.

Lögreglumenn réðust inn á heimili hans í Waterloo-hverfinu og leiddu hann út. Hinir þrír sem voru handteknir heita Stuart Woods Riches, 39 ára, Andrew Sendecky, 42 ára og Benjamin Raymond Drysdale, 46 ára.

Lögregla framkvæmdi húsleitir á heimilum mannanna og lagði hald á rafrænan búnað sem talinn er innihalda þúsundir myndskeiða sem sýna misnotkun barna, allt frá ungbörnum til 12 ára barna, að því er AP greinir frá.

Aðgerð lögreglu bar yfirskriftina „Strike Force Constantine” og er hún afrakstur margra mánaða rannsóknar á dreifingu dulkóðaðs efnis á netinu sem sýndi kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og tengist satanískum helgisiðum.

„Það er ekkert venjulegt við barnamisnotkun, hún er öll viðbjóðsleg, en þetta efni var sérstaklega ógeðfellt,“ segir Jayne Doherty, fulltrúi lögreglu, í viðtali við AP.

Mennirnir fjórir sitja allir í gæsluvarðhaldi og verður mál þeirra dómtekið í janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun