
Unai Emery, stjóri Aston Villa, er sagður leita að nýjum framherja í janúar þrátt fyrir fínasta tímabil það sem af er.
Mirror segir Aston Villa vera á eftir Igor Thiago, sóknarmanni Brentford, til að koma í samkeppni við Ollie Watkins eftir slakt tímabil Englendingsins hingað til.
Thiago hefur verið frábær í treyju Brentford og skorað 11 mörk í 13 leikjum í úrvalsdeildinni, aðeins Erling Braut Haaland er með fleiri mörk á tímabilinu.
Villa er í fjórða sæti og stefnir á að endurheimta sæti í Meistaradeild Evrópu í vor.