
Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 6. október síðastliðnum og kemur það frádráttar refsingunni.
Maðurinn kom til Íslands með flugi frá Alicante sunnudaginn 5. október síðastliðinn, en í bakþoka hans voru falin 992,05 grömm af kókaíni. Styrkleiki efnisins var 84% að því er segir í ákæru.
Maðurinn játaði sök fyrir dómi en í niðurstöðu dómsins kemur fram að hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi svo kunnugt sé.
Þá bendi gögn málsins til þess að hann hafi ekki verið eigandi efnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og flutningi þeirra til landsins. Með öðrum orðum hafi hann verið burðardýr.
Auk þess að sæta 14 mánaða fangelsi var manninum gert að greiða rétt tæpa eina milljón króna í sakarkostnað.