fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. nóvember 2025 09:00

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi háu veikindahlutföll lýsa auðvitað alvarlegum stjórnunarvanda hjá borginni,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Blaðið greinir frá því í dag að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt fram tillögu sem miðar að því að lækka veikindahlutföll starfsmanna borgarinnar niður í 5% að hámarki. Verður tillagan tekin fyrir næstkomandi þriðjudag.

Morgunblaðið hefur áður greint frá því að veikindahlutfall starfsmanna hafi numið 7,5 prósentum árið 2024 og kostnaður vegna þess numið 6,2 milljörðum króna.

Hildur segir við Morgunblaðið að veikindarétturinn sé gríðarlega mikilvægur þeim sem veikjast, en því miður bendi margt til þess að einhverjir misnoti hann.

Hildur segir vandann sérstaklega mikinn í leikskólum borgarinnar þar sem veikindahlutfallið nái 10 prósentum. Óheilnæmt skólahúsnæði og starfsumhverfi sem starfsfólki og börnum sé boðið upp á komi þar eflaust við sögu.

„Maður hefur hins vegar séð mörg dæmi þess hvernig öflugir stjórnendur hafa náð þessum hlutföllum rösklega niður með skýrum aðgerðum,“ segir Hildur við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“

Árni var ranglega sakaður um svívirðilegan glæp – „Hrein samviska var áttavitinn minn“
Fréttir
Í gær

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“

Dagur sendir Sjálfstæðisflokknum eitraða pillu: „Línan fengin frá Mogganum og kampavínshlaðvörpum af hægri kantinum“
Fréttir
Í gær

Réðst á lögreglumann á Þorláksmessu

Réðst á lögreglumann á Þorláksmessu
Fréttir
Í gær

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð

Stóð í skilum með leigu og afhenti herbergið hreint – leigusalinn neitaði samt að endurgreiða tryggingarféð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Rúnar fagnar tímamótum í janúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“