fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. nóvember 2025 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur nú bæst í hóp áhugasamra liða um Rodrigo Mendoza, miðjumann Elche, en Arsenal hefur einnig fylgst nærri með leikmanninum að undanförnu.

Mendoza, 20 ára, er skapandi leikmaður sem hefur vakið athygli fyrir leikskilning og hæfileikann til að finna svæði á vellinum, eiginleikar sem margir líkja við Pedri hjá Barcelona. Hann er þó enn á þróunarstigi, en skilar sífellt sterkari frammistöðum.

Spænski U21 landsliðsmaðurinn er einnig á radarnum hjá Real Madrid, sem undirstrikar hversu mikla möguleika útsendarar sjá í honum. City hefur fylgst með honum í nokkurn tíma eftir að hann komst í aðallið Elche fyrir tveimur árum.

Þrátt fyrir mikla breidd hjá bæði City og Arsenal í sóknar-og sköpunarhlutverkum vilja bæði félög halda sig á tánum varðandi unga leikmenn sem gætu styrkt liðin í framtíðinni.

Mendoza hefur leikið tíu leiki í La Liga á tímabilinu og skorað tvö mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar

Fyrrum framherji United með ráð fyrir Amorim áður en janúarglugginn opnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Í gær

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar