

Manchester City hefur nú bæst í hóp áhugasamra liða um Rodrigo Mendoza, miðjumann Elche, en Arsenal hefur einnig fylgst nærri með leikmanninum að undanförnu.
Mendoza, 20 ára, er skapandi leikmaður sem hefur vakið athygli fyrir leikskilning og hæfileikann til að finna svæði á vellinum, eiginleikar sem margir líkja við Pedri hjá Barcelona. Hann er þó enn á þróunarstigi, en skilar sífellt sterkari frammistöðum.
Spænski U21 landsliðsmaðurinn er einnig á radarnum hjá Real Madrid, sem undirstrikar hversu mikla möguleika útsendarar sjá í honum. City hefur fylgst með honum í nokkurn tíma eftir að hann komst í aðallið Elche fyrir tveimur árum.
Þrátt fyrir mikla breidd hjá bæði City og Arsenal í sóknar-og sköpunarhlutverkum vilja bæði félög halda sig á tánum varðandi unga leikmenn sem gætu styrkt liðin í framtíðinni.
Mendoza hefur leikið tíu leiki í La Liga á tímabilinu og skorað tvö mörk.