fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta hefur útskýrt hvers vegna hann ákvað að setja Piero Hincapie á bekkinn í 3-1 sigri Arsenal á Bayern Munchen í Meistaradeildinni í gær.

Hincapie, sem er 23 ára, heillaði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni þegar Arsenal vann Tottenham 4-1 um síðustu helgi. Þrátt fyrir það byrjaði hann á bekknum gegn Þjóðverjunum, en varnarmaðurinn er á láni frá Bayer Leverkusen en Arsenal hefur rétt á að kaupa hann á 45 milljónir punda næsta sumar.

Arteta, sem er enn að glíma við meiðsli Gabriel, valdi í staðinn að setja Christhian Mosquera í byrjunarliðið. Mosquera kom frá Valencia í sumar fyrir 16,5 milljónir punda.

„Hann var virkilega góður,“ sagði Arteta um Mosquera og útskýrði svo ákvörðun sína.

„Piero kom til baka úr landsliðsverkefni þar sem hann spilaði tvo 90 mínútna leiki. Hann lék síðan nágrannaslaginn, sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deildinni og var mjög þreyttur eftir leikinn. Það er frábært að hafa Mosquera sem getur spilað á mörgum stöðum. Hann var frábær með Saliba.“

Arteta stendur nú frammi fyrir stórri ákvörðun fyrir toppslaginn við Chelsea á sunnudag, á hann að byrja Hincapie eða Mosquera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrirliðinn kveður Víking

Fyrirliðinn kveður Víking
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Grét í réttarsal þegar hann játaði brot sín – Breytti fögnuði Liverpool í harmleik

Grét í réttarsal þegar hann játaði brot sín – Breytti fögnuði Liverpool í harmleik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega
433Sport
Í gær

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur
433Sport
Í gær

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr